Ekki eðlilegt að ríka fólkið greiði ekki í sameiginlega sjóði

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi sósíalista og mögulegt þingmannsefni, deilir með lesendum hugleiðingum um skattamál í færslu á facebook.

Sanna er stödd í Lundúnum. Hún fór út að borða og segist hafa hlýtt á tal Breta vegna þingkosninganna á morgun þar sem Verkamannaflokknum er spáð stórsigri.

Maðurinn sat á næsta borði og sagðist til í að greiða hærri skatta ef þeir færu á réttu staðina og yrðu samfélaginu til bóta í heild.

„Fór að hugsa um íslenska samhengið þar sem ríkt fólk er undanþegið því að greiða til nærsamfélagsins þar sem útsvar (skattur sem er lagður á flest allar tekjur og fer til sveitarfélagsins sem þú býrð í) er ekki lagt á fjármagnstekjur.

Það er nefnilega eðlilegt að búa í samfélagi og taka þátt í því saman, þar sem við leggjum öll eitthvað af mörkum út frá getu,“ segir Sanna.

Hún bætir við:

„Það er ekki eðlilegt að ríkasta fólkið sé undanþegið því að greiða í sameiginlega sjóði. Það er ekki eðlilegt að almenningur greiði hærri skatta og gjöld svo að ríka fólkið geti haldið áfram að vera stikkfrí.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí