AGS vill hækka skatta á auðuga Íslendinga

Eldvirkni á Reykjanesskaga og útgjöld tengd kosningum næsta ár kalla á meiri aðhaldsaðgerðir en boðaðar hafa verið í fjármálum íslenska ríkisins.

Þetta segir Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn en sendinefnd hefur verið hér á landi að störfum síðustu daga til að meta stöðu Íslands.

Formaður sendinefndar segir í samtali við Bylgjuna að þörf sé á frekari aðhaldsaðgerðum ef fjármálaætlun eigi að ganga upp.

 AGS telur ráðlegt að skattar verði hækkaðir á þá sem hafa það best.

Bjarni Bendediktsson forsætisráðherra varði ákvörðun ríkisstjórnarinnar að starfa áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr stjórninni með fjárhagslegum stöðugleika.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí