Katrín fékk tölvupóst frá Bjarna 11 mínútum fyrir atkvæðagreiðslu

Bergþóra Benediktsdóttir, aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, fullyrðir að ráðuneytinu hafi borist tölvupóstur frá utanríkisráðuneytinu klukkan 18:49 á föstudaginn þar sem greint var frá hvernig Ísland myndi greiða atkvæði hjá Sameinuðu þjóðunum. Ellefu mínútum síðar hófst atkvæðagreiðslan í New York. Þar kaus Ísland að sitja hjá þegar kosið var um vopnahlé í Palestínu.

RÚV greinir frá þessu. Bjarni og Katrín hafa talað í kross síðustu daga en Katrín fullyrti í gær að hún hefði ekki verið látin vita að Ísland ætlaði að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um ástandið á Gaza. Á hinn bóginn hélt Bjarni því fram í dag að forsætisráðuneytið hafi verið upplýst. Raunin virðist því sú að þetta var ákvörðun Bjarna og Katrín var látin vita af þeirri ákvörðun. Af skömmum fyrirvara að dæma var ekki gert ráð fyrir að Katrín hefði neitt um það að segja.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí