Kjör eldri borgara á Íslandi eru einu ríkasta samfélagi heims til skammar

„Landssamband eldri borgara bendir  á að um tuttugu þúsund manns lifa rétt við eða undir lágmarksmörkum og þola engar óvæntar uppákomur.  Allar hækkanir á vöruverði og þjónustu bitna hart á þessum hópi, ekkert má fara úrskeiðis.“

Svo hefst ályktun sem samþykkt var á málþingi Landssambands eldri borgara í gær. Í ályktuninni segir að kjör og aðstæður þeirra sem hafa það verst á Íslandi séu einfaldlega „einu ríkasta samfélagi heims til skammar“. Þetta fólk hefur litlar sem engar lífeyristekjur, meðal annars vegna þess að það hefur haft lítil laun alla ævi, er í miklum meirihluta konur. Í ályktunni er sérstaklega biðlað til verkalýðshreyfingarinnar um stuðning við sína fyrrverandi félaga í harðri kjarabaráttu.

Landssamband eldri borgara leggur til eftirfarandi sértækar aðgerðir til að koma til móts við þau sem hafa það verst:

Sérstakt skattþrep / Hækkun persónuafsláttar, – taki fyrst og fremst til lífeyristaka

Minni eða engar skerðingar hjá þeim sem eru undir viðurkenndu framfærsluviðmiði

Þau lægstu fái sérstakar greiðslur sem fjari út í hlutfalli við tekjur.

Landssamband eldri borgara leggur til eftirfarandi sértækar aðgerðir fyrir þá sem eru með lágar- og miðlungstekjur:

Hækkun frítekjumarks í 100.000 kr. Frítekjumarkið er 25 þúsund krónur og hefur ekki hækkað síðan í ársbyrjun 2017. Kæmi þeim best sem eru með lægstan lífeyri.

Ellilífeyrir verði aldrei lægri en lægsti kauptaxti. Hann er núna 315 þúsund, tæplega 90 þúsund undir lágmarkstaxta.

Árlegar hækkanir lífeyris og frítekjumarka fylgi launavísitölu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí