Lögregla í Keflavík heldur konu í klefa þrátt fyrir rétt hennar til inngöngu í landið

Lögregla á Keflavíkurflugvelli hélt rúmenskri konu í lokuðu herbergi á flugvellinum í að minnsta kosti sjö klukkustundir eftir komu hennar til landsins á mánudag. Þetta kom fram í frétt Vísis á mánudagskvöld, þar sem haft var eftir lögmanni konunnar að ljóst sé að ekki sé löglegt að meina konunni inngöngu í landið, enda sé hún EES-borgari í atvinnuleit hérlendis.

Lögreglan hefur að sögn lögmannsins beðið konuna um að undirrita skjal sem hún veit ekki hvað inniheldur, því hún hefur ekki fengið túlk. Á meðan var henni haldið í einangrun. Þegar þetta er ritað, aðfaranótt þriðjudags, er ekki ljóst hvernig málinu hefur undið fram.

Lögmaður konunnar, Claudia Ashanie Wilson, segir lögregluna með þessari framkvæmd fremja stóralvarlegt brot gegn EES-reglum. Hún segir að málum sé þessum hafi farið fjölgandi í kjölfar þeirra breytinga á lögum um landamæri sem tóku gildi í upphafi þessa árs, og óljóst virðist vera hvaða valdheimildir lögreglan hefur til frávísunar eða brottvísunar á grundvelli laganna. Vísir hefur eftir henni að lögreglan sjálf virðist ekki átta sig á hvenær hún hafi raunverulega valdheimild til að vísa fólki frá landinu, og þeim takmörkunum sem þeim valdheimildum hafa verið settar, meðal annars á grundvelli EES-samstarfsins.

Óljósar forsendur lögreglurassíu í Keflavík

Röð atvika hefur nú komið upp sem virðist varpa ljósi á þær forsendur sem lögregla styðst við í rassíu sinni gegn komufarþegum á Keflavíkurflugvelli þetta ár, sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum greindi fjölmiðlum frá á mánudag. Varpa ljósi á forsendurnar eða nánar til tekið varpa ljósi á hversu óljósar þær eru.

Á mánudag kom fram í máli lögreglustjórans á Suðurnesjum að 283 farþegum hafi verið vísað frá landi við lendingu það sem af er ári, nær tvöfalt fleiri en allt árið 2018 sem hann nefndi sjálfur til viðmiðunar. Forsendur frávísunar segir hann vera þær að lögregla telji líklegt að viðkomandi ætli sér að fremja afbrot á landinu, til dæmis með svartri atvinnustarfsemi, og/eða að viðkomandi geti ekki gert nægilega grein fyrir ferðum sínum við yfirheyrslu. Þá er um að ræða fólk sem annars hefur öll lögmæt ferðaskilríki og ferðaheimildir.

Aðgerðir yfirvalda gegn rúmenskum ríkisborgurum á leið til landsins eiga sér langa forsögu. Deilt hefur verið um lagalegan grundvöll þeirra allt frá árinu 2007 þegar lögreglan sendi tugi rúmenskra ferðalanga „sjálfviljuga“ úr landi, eftir það sem mátti kalla samstillt átaka lögreglu, fjölmiðla og fleiri aðila um að hrekja þá burt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí