Eldri borgarar fjölmennir á fundi með Katrínu fyrir norðan

Kristján Þór Júlíusson fyrrum ráðherra Sjálfstæðisflokksins, bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttir og Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum ráðherra Framsóknarflokksins, voru í hópi fundargesta og stuðningsfólks þegar Katrín Jakobsdóttir hélt framboðsfund, súpufund, á Hótel KEA á Akureyri í dag.

Katrín sagðist snemma hafa ákveðið að hegða kosningabráttunni sinni með gamaldags hætti –  ferðast og hitta fólk.

Eldri borgarar og góðborgarar á Akureyri voru áberandi á fundinum. Gerði Katrín reyndar grín að því og sagðist þurfa að vinna sé lendur á TIK-Tok.

VG-liðar og sjálfstæðismenn voru áberandi í stuðningshópi Katrínar auk framsóknarmanna. Skipuleggjendur sögðu við blaðamann Samstöðvarinnar að rúmlega 200 manns hefðu sótt fundinn, sem væri töluvert umfram væntingar.

Lítið var um átakamál á meðan blaðamaður fylgdist með.

„Við verðum að ná fram breytingum á stjórnarskrá og þetta mál hefur verið fast,“ sagði Katrín í svari við fyrirspurn úr sal. „Forseti getur talað um þetta mál og ég mun að sjálfsögðu gera það,“ sagði hún.

Samstöðin mun fjalla um tvo aðra framboðsfundi sem fara fram á Akureyri í dag. Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr halda fundi í höfuðstað Norðurlands síðdegis og er baráttan í hámarki. Gengið verður að kjörborðinu eftir sléttar þrjár vikur, fyrsta júní.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí