Húsaleiga í Reykjavík hefur hækkað um ellefu prósent frá því í byrjun október í fyrra samkvæmt verðsjá húsaleigu hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun á meðan að árshækkun húsaleigu á hinum norðurlöndun er að meðaltali þrjú prósent. Er þetta mesta árshækkun á húsaleigu á undanförnum áratug. Þannig hefur húsaleiga hækkað um heil áttatíu og tvö prósent frá því óktóber 2013 eða áttfalt meira en meðalhækkun í álfunni.
Setja verður þann varnagla að þau gögn sem verðsjá húsaleigu byggir á eru frekar rýr og endurspegla ekki raunverulega þróun á frjálsum leigumarkaði þar sem innan við helmingur leigusamninga hefur hingað til verið skráður og myndað þannig grunn til útreikninga á þróun leiguverðs. Hefur samningum sem lagðir eru til grundvallar útreikningar á vísitölu leiguverðs fækkað um rúmlega áttatíu prósent frá því sem var.
Samkvæmt verðlagseftirliti leigjendasamtakanna er hækkun á auglýstri húsaleigu í raun mun hærri og gefur til kynna að leiguverð sé töluvert hærra en hægt er að sjá í gögnum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Staðan á leigumarkaði er því langtum verri en opinberar tölur segja til um.