Meðalhúsaleiga hækkar um 30.000 kr á einu ári.

Húsaleiga í Reykjavík hefur hækkað um ellefu prósent frá því í byrjun október í fyrra samkvæmt verðsjá húsaleigu hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun á meðan að árshækkun húsaleigu á hinum norðurlöndun er að meðaltali þrjú prósent. Er þetta mesta árshækkun á húsaleigu á undanförnum áratug. Þannig hefur húsaleiga hækkað um heil áttatíu og tvö prósent frá því óktóber 2013 eða áttfalt meira en meðalhækkun í álfunni.

Setja verður þann varnagla að þau gögn sem verðsjá húsaleigu byggir á eru frekar rýr og endurspegla ekki raunverulega þróun á frjálsum leigumarkaði þar sem innan við helmingur leigusamninga hefur hingað til verið skráður og myndað þannig grunn til útreikninga á þróun leiguverðs. Hefur samningum sem lagðir eru til grundvallar útreikningar á vísitölu leiguverðs fækkað um rúmlega áttatíu prósent frá því sem var.

Samkvæmt verðlagseftirliti leigjendasamtakanna er hækkun á auglýstri húsaleigu í raun mun hærri og gefur til kynna að leiguverð sé töluvert hærra en hægt er að sjá í gögnum Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Staðan á leigumarkaði er því langtum verri en opinberar tölur segja til um.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí