Olíufélögin hafa ekki lokað einni einustu bensínstöð þrátt fyrir ívilnanir Reykjavíkur

Árið 2019 samþykkti borgarráð að fækka bensínstöðvum um helming fyrir árið 2025. Síðan þá hefur þeim ekkert fækkað og eru enn 46 talsins. Á næsta ári þyrfti bensínstöðum að fækka um 23 svo markmiðin náist.

Reykjavíkurborg gerði samninga við olíufélögin rétt áður en lóðaleigusamningar þeirra runnu út. Fólu þeir í sér að ef bensínstöðvum yrði lokað mættu félögin halda lóðunum auk þess að fá undanþágu frá innviðar- og byggingarréttargjöldum. Þetta voru líklega samningar aldarinnar fyrir olíufélögin því þau fengu að halda lóðunum og byggja á þeim með tilheyrandi stórhagnaði.

Þrátt fyrir fríðindin hafa olíufélögin ekki ennþá lokað einni einustu bensínstöð. Reykjavík hefur rúmt ár til stefnu. Hvernig hún ætlar að tryggja að staðið verði við markmiðin er óljóst. Trúin var sú innan borgarstjórnar að með ívilnunum myndi takast að fækka bensínstöðvum í stað þess að taka lóðirnar til sín. Það þótti of harkaleg aðferð. Ekki mátti styggja olíufélögin of mikið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí