Dagur B. Eggertson borgarstjóri greinir frá því á Facebook að hann sé allur úr vilja gerður til að koma til móts við bræðurna í verslunni Kjötborg í Vesturbæ. Þeir hafa kvartað undan nýjum bílastæðagjöldum í Vesturbænum, sem leggjast á þá af öllum þunga þó þeir séu þar með rekstur, því einungis íbúar njóta þess að vera undanskildir þessum gjöldum. Kjötborg er í miklu uppáhaldi hjá borgarstjóra svo hann virðist ætla að redda þeim bræðrum.
Þeir bræður í Kjötborg eru þó ekki þeir einu sem verða fyrir talsverðri tekjuskerðingu vegna þessa gjalda. Starfsfólk á hjúkrunaheimilinu Grund skrifa athugasemd við færslu borgarstjóra og biðja vinsamlegast að fá sömu undanþágu og Kjötborg. Þau segja að margt starfsfólk, sem er yfirleitt á lágum launum, þurfi að borga um tvö þúsund krónur á dag. Þau skrifa:
„Við hjá Grund, hjúkrunarheimili viljum gjarnan bjóða þér í kaffi til okkar líka nú eða þiggja hjá þér kaffisopa, en við erum hér í næsta húsi við vini okkar í Kjötborg. Frábært að þú ætlir að skoða með bilastæðin hjá þeim. Starfsfólkið okkar hér á Grund þarf núna að borga tæplega 1.800 krónur á dag þegar það kemur á bílnum sínum til vinnu á virkum dögum. Nú bætist við gjald á kvöldin og um helgar. Hlökkum til að heyra frá þér.“