Starfsfólk á Grund segir Dag hafa af þeim 2000 krónur á dag

Dagur B. Eggertson borgarstjóri greinir frá því á Facebook að hann sé allur úr vilja gerður til að koma til móts við bræðurna í verslunni Kjötborg í Vesturbæ. Þeir hafa kvartað undan nýjum bílastæðagjöldum í Vesturbænum, sem leggjast á þá af öllum þunga þó þeir séu þar með rekstur, því einungis íbúar njóta þess að vera undanskildir þessum gjöldum. Kjötborg er í miklu uppáhaldi hjá borgarstjóra svo hann virðist ætla að redda þeim bræðrum.  

Þeir bræður í Kjötborg eru þó ekki þeir einu sem verða fyrir talsverðri tekjuskerðingu vegna þessa gjalda. Starfsfólk á hjúkrunaheimilinu Grund skrifa athugasemd við færslu borgarstjóra og biðja vinsamlegast að fá sömu undanþágu og Kjötborg. Þau segja að margt starfsfólk, sem er yfirleitt á lágum launum, þurfi að borga um tvö þúsund krónur á dag. Þau skrifa:

„Við hjá Grund, hjúkrunarheimili viljum gjarnan bjóða þér í kaffi til okkar líka nú eða þiggja hjá þér kaffisopa, en við erum hér í næsta húsi við vini okkar í Kjötborg. Frábært að þú ætlir að skoða með bilastæðin hjá þeim. Starfsfólkið okkar hér á Grund þarf núna að borga tæplega 1.800 krónur á dag þegar það kemur á bílnum sínum til vinnu á virkum dögum. Nú bætist við gjald á kvöldin og um helgar. Hlökkum til að heyra frá þér.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí