Stoltenberg heldur til Stokkhólms að leggja á ráðin um vopnaframleiðslu næstu ára

Á þriðjudag og miðvikudag í þessari viku heldur Jens Stoltenberg, aðalritari NATO, til Stokkhólms, þar sem hann mun taka þátt í Iðnaðarþingi NATO (NATO-Industry Forum) og flytja ræðu um „þörfina á að mæta nýjum raunveruleika öryggis og áætlana“. Þetta kemur fram í tilkynningu bandalagsins.

Það er ekki furða að Stoltenberg mæti enda er þingið skipulagt af honum sjálfum, eða skrifstofu hans, í samstarfi við aðrar deildir NATO. Í fyrri umfjöllun um þingið kemur fram að það sé vettvangurinn þar sem fulltrúar iðnaðarins og NATO mætast. Í ár verði byggt á ákvörðunum sem teknar hafa verið af leiðtogum aðildarríkja, einkum þeim sem tengjast áætlun bandalagsins um framleiðslu í þágu varnarmála (Defence Production Action Plan), sem samþykkt var á fundi leiðtoga ríkjanna í Vilníus í sumar.

Í kynningu bandalagsins á iðnþinginu er mikið um orðið nýsköpun og önnur tengd tískuorð, þar sem þau eru sett í samhengi við hergagnaframleiðslu, en fyrr í ár var einmitt tilkynnt um stofnun Nýsköpunarsjóðs NATO.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí