Þetta er Íslendingurinn sem Japanir segja að hafi gengið berserksgang í Osaka

Japanskir fjölmiðlar fullyrða að 24 ára Íslendingur hafi verið handtekinn þann 17. október síðastliðinn í Osaka. Íslendingurinn er sagður hafa neitað að borga 59 ára leigubílsstjóra fargjald upp á þrjú þúsund yen, sem gera um 2.780 krónur.

Samkvæmt japönskum fréttum þá er Íslendingurinn sagður hafa kýlt manninn í andlitið og tekið á rás þegar þeir voru komnir á áfangastað í Kita-hverfinu. Leigubílsstjórinn gafst þó ekki upp og elti Íslendinginn. Um 180 metrum frá bílnum náði bílstjórinn í hnakkadrampið á Íslendingnum. Þá gekk sá síðarnefndi berkserksgang með þeim afleiðingum að bein brotnuðu undir auga bílstjórans.

Á Íslandi myndi atvik sem þetta líklega einungis rata í dagbók lögreglu og vekja frekar litla athygli, enda ekki svo óalgengt hér á landi. Stutt leit á Google sýnir fjöldan allan af íslenskum frétt þar sem greint er frá því að farþegi hafi ráðist á leigubílstjóra. Slíkar árásir eru ekki einu sinni nýmæli á Íslandi því fréttirnar eru frá árunum 2019, 2021, 2008 og 1998. Og í það minnsta tvo dæmi um þetta á þessu ári.  

En í Japan er fjallað um þetta í sjónvarpsfréttum og upptökur birtar af atvikinu. Dæmi um það má sjá hér fyrir neðan.

Auk þess virðast flestir fjölmiðlar í Japan hafa fjallað um málið að einhverju leyti, en allir segja að óði farþeginn hafi verið Íslendingur. Sumir ganga lengra og segja nafn hans, en það virðist þó eitthvað hafa skolast til hjá þeim. Fullyrt er að maðurinn heiti Oliver Addison, en engan með því nafni má finna í Þjóðskrá.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí