Sara Stef Hildar heldur áfram að tala við strætóista í Mjóddarskiptistöðinni. Þessu sinni ræðir hún við Candice Aþena og Dag sem segja meðal annars að skiptistöðin sé hræðileg, skítug, ógeðsleg og til skammar. Sjón er sögu ríkari sjá myndbandið.
S = Sara Stef Hildar.
A = Candice Aþena
D = Dagur
S: Þið eruð í Mjóddinni, með mér.
S: Eru þið oft hérna?
A: Já, alla daga.
S: Og eruð þið hér til að bíða til strætó?
A: Því miður.
S: Hvernig finnst ykkur aðstaðan hérna í Mjóddinni?
A: Hræðileg, skítugt,
D: Skítugt, Pólverjar alls staðar sem er alltílagi.
A: Mér finnst leiðinlegt.
A: Mér finnst leiðinlegt. Þér finnst það líka að það fer alltaf leið 21 og fer, og það er aldrei beðið. Það er alltaf svo margir útlendingar að keyra sem skilja ekki íslensku, margir með kjaft, mér líður persónulega illa að taka strætó.
S: En aðstaðan, húsnæðis inni?
A: Ógeðslegt.
S: Hafið þið tekið eftir því að salernin hafi verið lokuð núna í nokkrar vikur?
A: Útaf skemmdarverkum er það ekki?
D: Veit ekki neitt.
S: Hvernig finnst ykkur það?
A: Hvað, fyrirgefðu?
S: Að salernin séu læst?
A: Bara fáránlegt. Ömurlegt.
D: Gott maður þarf ekki að borga fyrir þetta.
A: Já, það var þannig, er það ekki?
D: Jú.
S: En sem sagt, opnunartími húsnæðisins? Nú strætó gengur frá 7:30 til miðnættis, en húsið opnar 8 eða 10 eða 11 á morgnana og lokar klukkan 6 á daginn.
S: Hvernig finnst ykkur það?
D: Hvað getur maður sagt? Fáranlegt.
A: Náttúrlega, skammarlegt skilur að farið svona með fólk.
S: Finnst þér þetta ekki niðurlægjandi fyrir farþega?
A: Þetta er rosa niðurlægjandi fyrir farþega. Mér líður illa að vera hérna. En ég meina bara, svona er þetta.
S: Haldið þið að myndi breyta einhverju í Mjóddinni ef Mjóddinni yrði breytt í mathöll?
A: Já, það gerðist á Hlemmi. Mér finnst það.
D: Það væri gott fyrir Mjódd.
A: Já, þetta er alveg svolítið Bad Repetition.