19 þúsund mann horfa og hlusta á Samstöðina

Fjölmiðlar 28. nóv 2023

Samkvæmt könnun Maskínu frá því snemma í þessum mánuði sáu eða heyrðu 6,3% landsmanna þætti Samstöðvarinnar vikuna sem mæld var. Hlustun er meiri í Reykjavík, en 8% borgarbúa sögðust horfa eða hlusta á Samstöðina. Fólk sækir þætti Samstöðvarinnar á youtube og facebook, á hlaðvarpsveitur eða hlustar á þá á fm 89,1 á höfuðborgarsvæðinu eða í spilaranum á netinu.

Könnun Maskínu bendir til að um 19-20 þúsund manns noti Samstöðina í hverri. viku. Samkvæmt Gallup sjá um 14 þúsund manns Viðskiptablaðið í hverri viku. Um 68 þúsund heyra í Rás eitt í hverri viku. Samstöðin er því eins og 140% Viðskiptablað og 28% af Rás eitt. Sem verður að teljast góður árangur í ljósi þess að þau fyrirbrigði sem hér eru tekin sem dæmi njóta ríkulegs stuðnings frá ríkisvaldinu, öfugt við Samstöðina.

Samstöðinni er haldið uppi af áskrifendum, sem fjölgar jafn og þétt. Þau sem vilja styðja Samstöðina geta skráð sig fyrir áskrift hér: Áskrift. Vegna reglna um ríkisstyrki til einkarekinna fjölmiðla mun Samstöðin ekki fá styrk til jafns við aðra fyrr en í fyrsta lagi 2025, mögulega ekki fyrr en 2026. Kerfið styður þannig ekki nýsköpun og fjölbreytni heldur fyrst og fremst eldri miðla og mest þá sem eru í eigu auðfólks.

Samstöðin vinnur nú að því að hefja sjónvarpsútsendingar. Þá verður efnið sent út í sjónvarpi og útvarpi, sett á youtube og hlaðvarpsveitur, auk þess að vera aðgengilegt á Facebook og á vef Samstöðvarinnar, samstodin.is.

Myndin er hluti af herferð Samstöðvarinnar þar sem fólk bendir á mikilvægi hennar, hér er það Vigdís Grímsdóttir rithöfundur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí