„Að bjóða stríðsæsingarmanneskju á bókmenntahátíð er menningarlegur hvítþvottur“

Bragi Páll rithöfundur segir að Iceland Noir, bókmenntahátíð á vegum Ragnars Jónassonar og Yrsu Sigurðardóttur, sé að gerast sek um menningarlegan hvítþvott með því að bjóða Hillary Clinton í heimsókn. Bragi Páll segir að Clinton sé ekki bara einhver pólitíkus heldur einn helsti stríðsæsingarmaður í seinni tíð. Yrsa hefur sjálf sagt að hún hafi lagt mikið á sig til að fá þennan alræmda stjórnmálamann á hátíðina.

„Það er þægilegt að þegja. En þögnin er vatn á myllu valdhafa. Þeirra sem kúga. Ofbeldi þrífst best ef engin tekur afstöðu. Og það er kósí að þegja, því þá styggir þú engan. Lokar engum dyrum. Heldur öllum góðum og öllu opnu. Færð kannski bitlinga fyrir vikið,“ skrifar Bragi Páll á Facebook og heldur áfram:

„En þögnin er afstaða. Og það að bjóða stríðsæsingarmanneskju á bókmenntahátíð er líka afstaða. Menningarlegur hvítþvottur. Hillary er ekki bara einhver pólitíkus. Hún hefur alla sína stjórnmálatíð staðið kyrfilega með nýlendustefnu vesturlanda. Með stríði gegn friði. Með vopnasölu gegn mannúð. Með Ísrael gegn Palestínu. Upp á síðkastið hefur hún barist gegn vopnahléi. Þegar henni er boðið að gaspra á panel er tekin afstaða. Með henni og hennar málstað. Gegn þeim sem hafa enga rödd.“

Hann segir það virðingarvert hjá þeim rithöfundum sem hafa ákveðið að sniðganga þessa bókmenntahátíð. „Það er óþægilegt að vera með læti. Taka afstöðu. Það krefst hugrekkis. Ég ber því ómælda virðingu fyrir þeim höfundum sem hafa ákveðið að sniðganga hátíðina í mótmælaskyni. Þegar rykið hefur sest þá voru það þið sem stóðuð réttum megin í sögunni. Þið eruð að kýla upp fyrir ykkur og það eru einu hnefahöggin sem eru alltaf réttlætanleg.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí