Ákvörðun meirihlutans að fresta því að flagga fána Palestínu sögð glötuð afstaða

Meirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið að fresta því að taka ákvörðun um hvort fáni Palestínu verði dreginn á hún líkt og var gert með fána Úkraínu. Það voru Sósíalistar sem lögðu fram þá tillögu. Á Twitter er þetta sögð afstaða í sjálfu sér.

„Þetta þykir mér alveg glatað. Flöggum Úkraínu og Grindavík. Palestínu ekki. Það er afstaða að mínu mati,“ segir Vala nokkur.  

Hulda Tölgyes tekur undir og blöskrar þessi vinnubrögð: „FRESTAÐ? Þangað til hvenær? Þangað til Palestína er ekki til lengur því öll voru drepin?“

Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann, sem starfar hjá Reykjavíkurborg, skrifar einnig: „Tek undir, sárt að sjá.“

Svo eru aðrir sem segja að borginn sé einfaldlega að taka afstöðu með þjóðarmorði Ísraels með þessu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí