Biðla til stjórnvalda um að gleyma ekki millistéttinni enn og aftur

„Nær önn­ur hver króna sem ís­lenska hag­kerfið skap­ar er greidd í skatta eða í líf­eyr­is­sjóði. Þessi byrði er með því hæsta sem þekk­ist í alþjóðleg­um sam­an­b­urði. Um 70% álagðra gjalda eru bor­in af þriðjungi þjóðar­inn­ar en í þess­um hópi er meg­inþorri há­skóla­menntaðra. Það hlýt­ur að telj­ast eðli­leg krafa að áhersl­ur þess­ara hópa heyr­ist meir í sam­tal­inu um lausn­ir og efna­hags­leg­an stöðug­leika,“ skrifa þau Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM og Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur samtakanna í Mogga dagsins, en blaðið er 110 ára í dag.

„Kaup­mátt­ur ráðstöf­un­ar­tekna á hvern íbúa hef­ur dreg­ist sam­an fjóra árs­fjórðunga í röð og stýri­vext­ir eru rúm­lega tvö­fald­ir á við meðaltal þeirra landa sem hag­fræðing­ar OECD telja „háþróuð hag­kerfi“. Ljóst er að kjara­vet­ur­inn fram und­an verður afar krefj­andi og lítið má út af bregða til að skapa auk­inn verðbólguþrýst­ing, hvað sem svig­rúmi hag­kerf­is­ins til launa­hækk­ana líður. En hvað er þá til ráða ef tryggja á kjara­bæt­ur fyr­ir al­menn­ing?“ benda þau á.

En einnig hversu lítill ávinningur er af ferðaþjónustunni sem er höfuðvaldur af þeirri þenslu sem skekur nú öll grunnkerfi samfélagsins: „Þá virðast stjórn­völd ekki treysta sér til að tala með skýr­um hætti um aukna skatt­heimtu í ferðaþjón­ustu, grein sem skapað hef­ur tölu­verðan verðbólguþrýst­ing og mikið álag á innviði. Hag­vöxt­ur á hvern íbúa var eng­inn á Íslandi á ár­un­um 2017 til 2022. Þörf grein­ar­inn­ar fyr­ir vinnu­afl var meg­in­drif­kraft­ur þess að íbúa­fjöldi lands­ins jókst tutt­ugu og þre­falt á við meðaltal aukn­ing­ar í Evr­ópu árin 2017 til 2023. Það er ein­stakt í alþjóðleg­um sam­an­b­urði.“

Ótti BHM er að samkomulag takist á vinnumarkaði um að hækka lægstu laun og láta svo flata krónutöluhækkun ganga upp launastigann. „BHM styður all­ar skyn­sam­leg­ar aðgerðir til að bæta fé­lags­lega og efna­hags­lega stöðu lág­launa­fólks. En ef stuðla á að lang­tíma­samn­ing­um á vinnu­markaði og aukn­um stöðug­leika skipt­ir máli að und­an­skilja ekki þarf­ir milli­tekju­hópa þ.m.t. há­skóla­menntaðra. Hverfa þarf af þeirri braut að krefjast krónu­tölu­hækk­ana hjá öll­um hóp­um launa­fólks. Til dæm­is má nefna að sér­fræðing­ar hjá rík­inu hlutu enga kaup­mátt­ar­aukn­ingu frá mars 2019 til janú­ar 2023 sam­kvæmt skýrslu Kjara­töl­fræðinefnd­ar. Ef fram fer sem horf­ir mun þessi hóp­ur þurfa að þola fimm ára stöðnun í kaup­mætti launa þegar samn­ing­ar losna á næsta ári. Hópn­um hef­ur verið gert að gang­ast und­ir blöndu krónu­tölu- og pró­sentu­hækk­ana um langa hríð, að kröfu al­menna markaðar­ins og með stuðningi op­in­berra launa­greiðenda. Al­menna markaðnum hef­ur verið heim­ilað að móta „krónu­tölu­merki“ fyr­ir alla kjara­samn­inga á vinnu­markaði frem­ur en „pró­sentu­merki“, sem er ekki það sem tíðkast ann­ars staðar á Norður­lönd­um. BHM tel­ur mik­il­vægt að benda á þess­ar brota­lam­ir,“ segja þau Kolbrún og Vilhjálmur í grein sinni.

Myndin er úr gamalli kosningabaráttu Vg, af Katrínu Jakobsdóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur þá þingmönnum flokksins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí