Bíður spenntur eftir því að Mogginn leiðrétti vandræðalega frétt

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Heimildarinnar, segir að forsíðufrétt Viðskiptamoggans í dag sé vandræðlega röng. Fréttin er eftir Gísla Frey Valdórsson, sem er helstu þekktur fyrir að hafa tekið á sig alla sök í lekamálinu alræmda. Gísli heldur því fram að minni fjölmiðlar fái hlutfallslega hærri fjölmiðlastyrki.

Helstu rök Gísla fyrir þessu er að styrkur Heimildarinnar sé um fjórðungur af launagreiðslum miðilsins. Þetta er þó ekki svo einfalt, líkt og Þórður Snær bendir á í færslu á Facebook. „Hér er ansi skrautleg, en vandræðaleg og kolröng, forsíðufrétt á viðskiptakálfi Morgunblaðsins. Viðskiptaritstjórinn reiknar sig niður á að Heimildin fái „umtalsvert hærri styrki en aðrir minni miðlar“.  Það virðist hafa farið framhjá honum að Heimildin er miðill sem varð til við sameiningu tveggja miðla, Stundarinnar og Kjarnans. Í forsíðufréttinni, sem ályktanir hans eru dregnar af, er hins vegar einungis notast við rekstrartekjur og laun Stundarinnar á síðasta ári, ekki Kjarnans,“ segir Þórður Snær og heldur áfram:

„Endurgreiðslur Heimildarinnar byggja auðvitað á launakostnaði beggja. Við það fer hlutfallið af launum niður í 17,9 prósent, sem er sirka það sama og hjá Viðskiptablaðinu, og af rekstrartekjum niður í 14,3 prósent. Ég bíð spenntur eftir leiðréttingunni.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí