Bjarni segist fórnarlamb skautunar: „Sjaldan hefur verið mikilvægara að standa saman“

Það er óhætt að segja að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé ekkert minna umdeilt sem utanríkisráðherra en fjármálaráðherra. Þó að Bjarni sé einungis búinn að vera utanríkisráðherra í um tvær vikur, þá hefur hann þó ítrekað valdið hneyksli í þjóðfélaginu vegna starfa sinna. Óháð afstöðu hvers og eins um stríði í Palestínu, þá varð það klúðurslegt að hafa ekki samráð við Katrínu Jakobsdóttir þegar Ísland sat hjá við atkvæðagreiðslu um ástandið á Gaza. Svo voru viðbrögð hans við spurningu norsks blaðamanns ekki diplómatísk, svo vægt sé til orða tekið, en Bjarni neitaði að nota orðið „árás“ um loftárásir á flóttamannabúðir á Gaza.

Nýjasta klúður Bjarna sem utanríkisráðherra snýst sömuleiðis um orðaval Bjarna í frétt RÚV í gær. Brot úr fréttinni fer nú víða á samfélagsmiðlum en þar talar Bjarni um „meðalhóf“ í stríði. En nú segist Bjarni fórnarlamb skautunar og upplýsingaóreiðu. Hann sé misskilinn og orð hans tekin úr samhengi. Á Facebook skrifar Bjarni nú í kvöld: „Nú fer víða á samfélagsmiðlum stutt brot úr frétt RÚV í gærkvöldi. Í fréttinni bendi ég meðal annars á að Ísrael verði að beita meðalhófi í sjálfsvörn sinni, eðli málsins samkvæmt. Sá hluti er hins vegar víða klipptur út einn og sér og settur í það samhengi að ég telji meðalhóf felast í miklu mannfalli meðal saklausra borgara, jafnvel barna. Þjóðarmorð eru beinlínis nefnd í því samhengi.“

Líkt og Katrín Jakobsdóttir, þá telur Bjarni að skautun umræðunnar sé ástæðan fyrir því að hann sé gagnrýndur. „Það er ástæða til að hafa áhyggjur af skautun umræðunnar sem birtist skýrt í þessu máli. Annað hvort tekurðu undir ítrustu kröfur þeirra sem hæst hafa, hvoru megin borðsins sem er, eða ert svarinn andstæðingur þeirra. Engar málamiðlanir, enginn millivegur,“ segir Bjarni og bætir við:

„Þetta er sérstakt áhyggjuefni nú, þegar sjaldan hefur verið mikilvægara að standa saman um það sem mestu máli skiptir. Afstaða mín og ríkisstjórnarinnar hefur verið skýr í þeim efnum síðustu vikur.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí