Brilliant viðskiptamódel

Borgaryfirvöld með Dag B. Eggertsson borgarstjóra í öndvegi héldu sinn árlega fund um uppbyggingu húsnæðis í borginni í gærmorgun. Var þetta í tíunda skipti sem sá fundur er haldinn. Á fundinum voru saman komnir helstu leikendur í húsnæðismálum borgarinnar til að gleðjast yfir stöðunni og fagna sínum helsta hugmyndasmið.

Í erindi borgarstjórans kom fram að borgin hafi sparað sér gríðarlegt fé með þéttingarstefnu sinni en á sama tíma aukið tekjur sínar vegna hækkandi álaga á íbúa Reykjavíkur. Mátti skilja það á borgarstjóra að þetta viðskiptamódel hefði gengið betur en nokkurn hefði getað grunað.

Með þessari stefnu og ef rétt er farið með þá kostar það borgina c.a fimmfalt minna að byggja íbúðir á þéttingareitum sem næstum allir eru í eigu fasteignafélaga. En þrátt fyrir þennan mikla sparnað þá eru íbúðir á þessum reitum mikið dýrari en þær íbúðir sem eru byggðar á nýju byggingarlandi.

Á sama tíma og borgin hefur rekið þessa stefnu hefur hún leitt af sér gríðarlega hækkun á íbúðaverði, bæði vegna þess að byggingaraðilar hafa valið að byggja dýrar íbúðir, uppbyggingahraði lengist og skipulögðum skorti hefur verið viðhaldið. Það hefur svo leitt af sér stanslausa hækkun fasteignamats og stjarnfræðilega tekjuaukningu hjá borginni í kjölfarið.

Þetta er náttúrulega alveg brilliant viðksiptamódel, ..“spörum okkur innviðauppbyggingu, leyfum verktökum og fasteignafélögum að hagnast á gríðarlegum húsnæðisskorti og græðum svo ofan í kaupið stjarnfræðilegar upphæðir í gjaldheimtu á almenning”.

Það er sem sagt almenningur sem blæðir vegna þessara snilldar, bæði vegna húsnæðisskorts, vegna þreföldunar á fasteignaverði og skattagreiðslum til borgarinnar. Snilldin hefur ekkert annað leitt af sér en fordæmalausan húsnæðisskort, heimilisleysi og langvinn áföll fyrir mörg þúsund fjölskyldur.

En hvort sé vert að óska borgaryfirvöldum til hamingju með árangurinn, yfir því að takast hið ómögulega með því að skapa ófremdarástand í húsnæðismálum, gera viðskiptaumhverfi fjárfesta að himnaríki, stórauka tekjur sínar, draga úr þjónustu, sleppa nauðsynlegri innviðauppbyggingu, auka álögur á íbúa og ekki síst græða stórkostlega á eymd sinna minnstu bræðra liggur kannski ekki beint við.

En hvort að sæmilega heilbrigt fólk finni það hjá sér að stæra sig af því verður bara að fá að koma í ljós.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí