Fimm mínútur allt of stuttur tími: „Svona heimsókn í eigin híbýli – hugsanlega í síðasta sinn – fylgir mikið álag“

 „Vil ekki vera neikvæður og gagnrýninn á það sem verið er að gera í þessum aðstæðum, aðstæðum sem geta svo hæglega orðið miklu hættulegri með mjög skömmum fyrirvara. En samt. Að mínu mati er þessi 5 mínútna regla virkilega vond regla.“

Þetta skrifar Björn Birgisson, samfélagsrýnir og Grindvíkingur, á Facebook. Sífellt fleiri Grindvíkingar lýsa nú yfir óánægju með hvernig staðið hefur verið að rýmingunni í bænum. Samstöðin greindi fyrr í dag frá því að mörgum blöskraði hvernig fyrirtæki hefðu nær ótakmarkaðan tíma meðan íbúar hefðu einungis fyrrnefndar 5 mínútur.

„Fólk kemur jafnvel langt að, bíður klukkustundum saman í bílaröð, kemst svo eftir dúk og disk að heimili sínu – nánast til að geta ekki gert neitt! 15 mínútur væru miklu nær lagi. Höfum í huga að svona heimsókn í eigin híbýli – hugsanlega í síðasta sinn – fylgir mikið álag við þessar aðstæður og þá líða 5 mínútur á leifturhraða og hugurinn leitar út og suður í troðfullum minningabankanum,“ segir Björn og bætir við:

„Er afar þakklátur fyrir allt það starf sem unnið er við hættulegar aðstæður í Grindavík og lít á það fólk sem vinnur við þessar aðstæður sem fórnfúsar hetjur.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí