Grindvíkingur spyr: „Hvers vegna eru verðmæti fyrirtækja verðmætari en persónulegar eigur okkar?“

Svo virðist sem vaxandi óánægja sé meðal Grinvíkinga með hvernig fyrirtæki fái nær óheftan aðgang að bænum meðan íbúar fá 5 mínútur til að hirða allar veraldlegar eigur sínar. Innan hóps Grindvíkinga á Facebook er nú talsverð umræða um þetta og er ekki hægt að segja annað en að mikil reiði sé meðal íbúa.

Fyrr í dag skrifar einn íbúi: „Hvers vegna eru verðmæti fyrirtækja verðmætari en persónulegar eigur okkar sem er ekki hægt að bæta og engin mun bæta. Flest þessi fyrirtæki eru með mikið meiri tryggingar en hefðbundið heimili. Að sitja og horfa á trukka frá jóni og margeir fá að fara fram fyrir alla skil ég ekki. Er ekki sama hætta fyrir þá að vera þarna eins og alla aðra? Þetta er komið gott, rubbum þessu bara af og tæmum bæinn. Ekki bara útvalda sem skila kannski skatttekjum, líka okkur sem eigum ekkert annað en þetta dót sem við höfum unnið fyrir og viljum ekki sjá fara í öskuna.“

Margir íbúar í Grindavík skrifa athugasemd og eru nær allir sammála þeim sem skrifar þetta. Ein kona segir til að mynda að það sé til skammar hvernig björgunarsveitirnar taki þátt í þessu. „Þetta er eitt mesta leikrit sem ég hef vitað um, hef spurt mig hvað mundi gerast ef við myndum keyra í gegnum þessa lokunarpósta bara? Þeir hafa ekki mannskap í að handtaka okkur öll… væri mest til í einhverskonar mótmælaaðgerðir ENNNN ég ætla að trúa því að við munum komast heim. Finnst björgunarsveitir gera lítið úr sér með því að taka þátt í þessu bulli. Eins og ég ber mikla virðingu fyrir þeirra störfum en get bara ekki orðabundist núna. Við gætum ÖLL verið búin að sækja okkar nauðsynlegasta og meira til ef okkur hefði verið hleypt inn á bílum í byrjun. Ætla ekki að fara meira út í þetta því það borgar sig ekki, Úlvar Lúðvíksson ræður! Hann veit þetta allt betur en við Grindavíkingar til margra ára!,“ skrifar sú kona og vísar til lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Önnur kona búsett í Grindavík tekur undir og skrifar: „;ikið er ég sammála þér og svo sjái maður bílar keyra út um allt. Og það er fáránlegt við verðum að vera í fylgd með björgunarsveitin, og fá bara 5 mín inni húsum. Ég er búin að fara einusinni, en mér langar svo mikið að fara aftur og ná í dótið mit. Hlutfallslega er dótið mitt jafn mikills virði og hjá fyrirtækinu.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí