Útgáfufélag Morgunblaðsins, Árvakur hf., fékk 107.155.187 krónur frá ríkinu í fjölmiðlastyrk vegna rekstrarársins 2022. Það er um fimmtungur af öllu því fé sem ríkið úthlutar í fjölmiðlastyrki til einkarekinna fjölmiðla.
Sýn fékk nákvæmlega sömu upphæð og Morgunblaðið. Sameinaða útgáfufélagið sem gefur út Heimildina var í þriðja sæti og fékk 54,7 milljónir króna. Útgáfufélag Viðskiptablaðsins var svo í því fjórða og fékk 34 milljónir. Líkt og Morgunblaðið þá fjalla margir leiðara Viðskiptablaðsins um að helst enginn ætti að fá neitt frá ríkinu. Bæði blöð virðast þó sammála um að það eigi ekki við um þau sjálf.
Fjöldi minni fjölmiðla fengu einnig styrk en hér fyrir neðan má sjá hve mikið hver fékk. Rétt er að taka fram að Samstöðin fékk ekki krónu í styrk.
- Árvakur hf. 107,155,187
- Birtíngur útgáfufélag ehf. 20,032,898
- Bændasamtök Íslands 20,816,416
- Eigin herra ehf. 3,103,234
- Elísa Guðrún ehf. 5,931,816
- Eyjasýn ehf. 2,367,395
- Fótbolti ehf. 7,678,544
- Fröken ehf. 10,974,262
- Hönnunarhúsið ehf. 1,600,769
- Leturstofan Vestmannaeyjum ehf. 4,020,746
- MD Reykjavík ehf. 7,855,101
- Mosfellingur ehf. 2,107,530
- Myllusetur ehf. 33,997,545
- Nýprent ehf. 5,950,249
- Prentmet Oddi ehf. 4,836,300
- Saganet – Útvarp Saga ehf. 4,732,544
- Sameinaða útgáfufélagið ehf. 54,701,442
- Skessuhorn ehf. 15,826,217
- Sólartún ehf. 16,119,419
- Steinprent ehf. 2,616,804
- Sýn hf. 107,155,187
- Tunnan prentþjónusta ehf. 3,801,810
- Útgáfufélag Austurlands ehf. 7,460,416
- Útgáfufélagið ehf. 6,713,182
- Víkurfréttir ehf. 12,962,661