Forstjóri Play hrósar stjórnvöldum fyrir að stýra umfjöllun fjölmiðla í þágu ferðaiðnaðarins

Sama dag og Blaðamannafélag Íslands kærir lögreglustjórann á Suðurnesjum fyrir að takmarka aðgengi fjölmiðla að hættusvæðinu á Reykjanesi óhóflega, birtir mbl.is viðtal við forstjóra flugfélagsins Play, þar sem hann hrósar stjórnvöldum fyrir afskipti sín af fjölmiðlum. Hann segist vona að erlendir fjölmiðlar „nái einhvers konar skynsemi.“

Stjórnvöld hafa ekki játast því berum orðum að þau miði afskipti sín af fjölmiðlum við hagsmuni ferðaiðnaðarins. Þó hefur Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, talað opinskátt um að hún hafi komið á laggirnar samstarfi við Íslandsstofu og Ferðamálastofu um „umfangsmikla áætlun“ til að bregðast við fjölmiðlaumfjöllun um jarðhræringarnar og afleiðingar þeirra.

Blaðamannafélagið kærir

„Blaðamannafélag Íslands hefur kært til Dómsmálaráðuenytisins fyrirmæli lögreglustjórans á Suðurnesjum um takmörkun á aðgengi fjölmiðla að hættusvæði á Reykjanesskaganum.“ Á þessum orðum hefst tilkynning sem félagið birti í dag, miðvikudag. „Félagið krefst þess að fyrirmælin verði felld úr gildi eða þeim breytt á þann hátt að aðgangur fjölmiðla að hættusvæðinu verði rýmkaður.“

Þá segir í tilkynningunni að engin ákvörðun um aðgang fjölmiðla að hættusvæðinu hafi verið tilkynnt opinberlega og engin rökstudd fyrirmæli hafi verið gefin blaðamönnum um hvers vegna þeir sæti þessum takmörkunum.

Forstjóri Play hrósar

Sama dag birtir mbl.is viðtal við Birgi Jónsson, forstjóra flugfélagsins Play, þar sem hann segir annars vegar að „neikvæður fréttaflutningur“ í erlendum fjölmiðlum – það er að segja, að ætla má, frásagnir þeirra af jarðhræringunum og myndefni af afleiðingum þeirra – hafi haft bein áhrif á bókanir hjá félaginu. „Birg­ir seg­ir ástandið skrítið,“ er þar haft eftir honum, „Play hafi tekið eft­ir breyt­ing­um í síðustu viku, eft­ir að mynd­ir fóru að ber­ast frá Grinda­vík í er­lend­um fjöl­miðlum. Síðan hafi bók­an­ir byrjað að ber­ast aft­ur, í meira mæli, þegar um­fjöll­un í er­lend­um fjöl­miðlum var minni.“

Í viðtalinu hrósar Birgir stjórnvöldum sérstaklega fyrir, að virðist, þær takmarkanir sem settar hafi verið við umfjöllun fjölmiðla: „Birg­ir seg­ir sér­staka ástæðu til að hrósa yf­ir­völd­um. Nefn­ir hann í því sam­hengi Lilju Al­freðsdótt­ur, ráðherra fjöl­miðla, og henn­ar ráðuneyti, sem hann seg­ir standa sig gríðarlega vel í að sam­ræma upp­lýs­inga­gjöf til er­lendra fjöl­miðla.“ Miðillinn hefur eftir Birgi að honum þyki fréttirnar sem birtast erlendis vera „nokkurs konar dómsdagsfréttir“ og að hann vonist til að „fjölmiðlaumfjöllun nái ein­hvers kon­ar skyn­semi.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí