Hefur áhyggjur af því að húsaleiga hækki

Sigurður Ingi Jóhannsson sagði í viðtali við Samstöðina að ástæða væri til að fylgjast með framvindu á leigumarkaði á næstunni vegna aukinnar eftirspurnar. Sagðist hann hafa áhyggjur að því að leiguverð gæti hækkað í kjölfarið að hundruð fjölskyldna frá Grindavík þyrftu að koma sér fyrir á leigumarkaði á næstu vikum.

Eins og fram kom á blaðamannafundinum sem haldinn var í morgun um ráðstafanir stjórnvalda vegna náttúruhamfaranna í Grindavík þá ætlar ríkið að leggja leigufélaginu Bríet til fé til kaupa tímabundið 150 íbúðir. Leigufélagið Bríet er að fullu eigu íslenska ríkisins og var stofnað í árslok 2018 vegna slæmrar stöðu á leigumarkaði. Við stofnun þess fékk félagið 254 fullnustueignir frá Íbúðalánasjóði sem voru flestar þegar í útlleigu á vegum sjóðsins. Alls 117 af þeim íbúðum hafa þegar verið seldar og stendur til að selja fleiri að sögn forsvarsmanna leigufélagsins.

Að auki var gerður samningur við leigufélagið Bjarg sem er í eigu BSRB og Alþýðusambands Íslands um að ríkið legði til fé til kaupa á 60 leiguíbúðum sem stæðu tekjulægri íbúum Grindavíkur til boða.

Aðspurður um hvort ekki hefði verið tilefni til að setja strangari takmarkanir á skammtímaleigumarkaði í ljósi þess að hlutfall íbúða á skammtímaleigumarkaði er mjög hátt á Íslandi á meðan að íbúaþéttni er með hæsta móti sagði Sigurður að enn væri verið að skoða þau mál og að í vinnslu væri hugsanlega tillögur þess efnis.

Það kom fram í máli hans að til stendur að flytja inn bráðabirgðarhúsnæði eða íbúðareiningar sem hægt verði að setja niður á fyrirfram ákveðnum svæðum innan sveitarfélaga á suðvestur horni landsins. Sagði Sigurður að framleiðsluferli á slíku húsnæði tæki um það bil 12 vikur og á meðan yrði unnið í samvinnu við Grindvíkinga í að finna þeim stað. Bætti hann við að ekki væri ráðist í slíkar lausnir vegna aðstæðna Grindvíkinga heldur geta slíkar lausnir verið hluti af lausn við þrálátum húsnæðisskorti.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí