Hlægilegt að láta eins og Clinton sé efnilegur reyfarahöfundur

„Ég er ekki viss um að heiminum verði bjargað með því að hópur rithöfunda sniðgangi krimmahátíð í Reykjavík. Hins vegar finnst mér pínkulítið fyndin málsvörn hjá vinum skipuleggjenda að láta eins og að Hillary Clinton hafi bara verið boðið á svæðið sem efnilegum og áhugaverðum reyfarahöfundi, sem hafi svo óvænt reynst hafa átt langan pólitískan feril að baki.“

Þetta skrifar Stefán Pálsson, sagnfræðingur og varaborgarfulltrúi VG, en líkt og hann bendir á þá hafa sumir reynt að færa rök fyrir því að Hillary Clinton, stríðsglæpamaður og fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sé einungis að koma á bókmenntahátíðina sem reyfarahöfundur. Clinton er einn grimmasti talsmaður Ísrael um þessar mundir og hefur síðast fyrir örfáum dögum barist gegn vopnahlé í Palestínu. Öllum hljóti þó að vera ljóst að Clinton væri ekki boðið á hátíðina og gert svo hátt undir höfði ef hún hefði væri einungis annar tveggja höfunda fremur ómerkilegs krimma.

Það hefur þó Auður Jónsson rithöfundur gert í dag á Facebook en hún reynir að réttlæta fyrir sjálfri sér að taka þátt í bókmenntahátíðinni svo: „En ég get samt ekki rökstutt fyrir sjálfri mér að sniðganga bókmenntahátíðina Iceland Noir þar sem Hillary Clinton verður þar að tala. Sjálf er ég í panel þar og þekki Yrsu og Ragnar, svo ég veit að það er búið að taka mikinn tíma og mikla fyrirhöfn að fá Hillary hingað til landsins. Að fá manneskju á borð við hana hingað er ekkert sem gerist á örfáum mánuðum, undirbúningur getur tekið fleiri ár. Engan óraði fyrir að ástandið ytra yrði það sem það er í dag, né að Hillary yrði sett í það samhengi.“

Auður heldur svo áfram: „Hún var fengin hingað sem rithöfundur – því bókin hennar er búin að fara víða um heim og vekja athygli. Tilgangur hátíðarinnar er að fá hingað stóra höfunda, sem eru í alþjóðasenunni. Svo fólk geti hlustað á raddir héðan og þaðan.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí