Nýtt mat á grænum þvættingi flokkanna

Erfitt hefur reynst að meta raunverulegan árangur fyrirtækja og stjórnvaldsaðgerða í náttúruverndar- og loftslagsbaráttunni, hvað þá að elta uppi stórskaða á sjó og landi og yfirleitt allar afleiðingar ó-umhverfisvænnar stefnu sem bitna helst á þeim sem minnst mega sín í heiminum. Enda eru mun fleiri kynningarfulltrúar og lögfræðingar á vakt en þeir sem hafa þekkingu á sviði umhverfisins. ,,Grænþvottur“ er hugtak notað um stjórnmálaflokka og fyrirtæki sem eyða meiri fjármunum og orku í að virðast virkir og vinveittir umhverfisvernd heldur en að vera það í raun og veru.

Ungir umhverfissinnar á Íslandi taka nú höndum saman og leitast við að þróa nýjar aðferðir við að meta árangur í umhverfismálum og til að þrýsta á stjórnvöld að taka umhverfismálin alvarlega. Fyrir síðustu kosningar svöruðu flokkra í framboði spurningalista og fengu einkunn fyrir.

Sitt sýndist hverjum um spurningarnar og einkunnagjöfina og sumir gagnrýndu ungu umhverfissinnana fyrir að vera bláeygir gagnvart grænþvotti flokkanna og þvættingi í fínum pr-búningi. Hins vegar var líklega ekki hægt annað en að ganga út frá loforðum flokkanna á þeim tímapunkti. Mikilvægt er því að fylgja tékkinu eftir og athuga hvernig efndirnar urðu : Voru þetta innantóm loforð ? Nú kynna ungir umhverfissinnar Tunglið sem á að meta efndirnar í kjölfar Sólarinnar sem var ,,einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrirAlþingiskosningar 2021.“

Í fréttatilkynningu Ungra umhverfissinnar segir jafnframt:

Markmið Tunglsins verður því að meta árangur stjórnmálaflokkanna íumhverfismálum til þessa á kjörtímabilinu út frá gjörðum þeirra frekar en orðum,því það eru aðgerðirnar sem skila raunverulegum árangri en ekki loforðin.Tilgangur þessa verkefnis er þríþættur:

  1. Að hvetja stjórnmálaflokka til að standa við og ganga lengra en eigin stefnur í umhverfismálum.
  2. Að upplýsa almenning um hversu vel stjórnmálaflokkarnir hafa staðið við stefnur sínar.
  3. Að lyfta rödd ungs fólks í umræðunni um ákvarðanatöku sem tengist umhverfismálum.

Við sendum frá okkur þessa tilkynningu til að gefa flokkunum kost á að spýta í lófana ef þeir hafa ekki staðið sig nógu vel í því að fylgja eftir stefnumálum sínumum umhverfismál á kjörtímabilinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí