Íslenskir rasistar æfir yfir samstöðufundi: „Þetta skánar þegar búið er að jafna Gasa við jörðu“

Samfélagið 6. nóv 2023

Þó að lítið hafi farið fyrir rasistaflokknum Íslenska þjóðfylkingin síðustu ár þá má enn finna hóp undir nafni flokksins á Facebook. Hópurinn er nokkuð virkur en meðlimir hans eru um 1400. Flokkurinn fékk 0,2 prósent atkvæða í Alþingiskosningum árið 2016. Flokkurinn getur ekki með nokkru móti hafnað eigin rasisma því einu stefnumál hans snerist um einhvers konar kynþáttaníð. Umræðan innan hópsins er eftir því.

En nú er þeim nóg boðið við að sjá hve almennur og víðtækur stuðningur við Palestínu er meðal Íslendinga. Segjast jafnvel skammast sín fyrir þjóð sína, án þess að átta sig á kaldhæðninni sem felst í því. Í gær skrifar Arnar Loftsson, sem er búsettur í Rússlandi og virkur innan ýmissa jarðarhópa svo sem Karlmennskuspjallsins, pistil þar sem hann virðist æfur yfir velsóttum samstöðufundi í Háskólabíó í gær.

„Siðrof vinstrisins og hræsni.

Ekki orð eða mótmæli þegar hryðjuverkamenn Hamas gengu berserksgang og myrtu allt kvikt, 1400 konur og börn 7. október. Ekki orð. Skv. klikkaðri heimsýn þeirra, þá eiga og mega Gyðingar ekki að verja sig. Heldur leggja niður vopn og láta slátra sér. Nú þegar er sótt að Ísrael frá Hamas og Hezbollah í Líbanon og svo Hútum í Yemen. Ef ekki er tekið á Hamas núna, þá endurtekur 7. okt. aftur. Ekki er hægt að verja Ísraela í núverandi mynd. Hamas ber 1000% ábyrgð á ástandinu á Gaza. RÚV fer offari í að verja gjörðir Hamas, sem og vinstra hyskið.“

Þessi skrif falla í kramið hjá rasistunum í hópnum, svo sem Samúel Ágústssyni, sem líkt og Arnar býr erlendis, í Svíþjóð. Hann skrifar: „Þetta skánar þegar búið er að jafna Gasa við jörðu“. Þetta lækar Þórkatla Halldórsdóttir, tannlæknir búsettur í Noregi að eigin sögn. Hún skrifar einnig: „Ég skammast mín fyrir Íslendinga, þetta er ruglað lið“.

Svo er það Ævar Eyjólfsson, sem virðist vera eini þjóðernissinninn sem býr á Íslandi, en hann fordæmir eigin furðulegu draumóra. „Svo er það NÚ, það er bara spurning hvenær Hamas fer að senda börnin í sjálfsmorðsárásir. Setja í sjúkrabíl og fylla undir börurnar og senda á Rafa landamærin“.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí