Nepal bannar TikTok, segja appið raska félagslegum samhljómi

Appið TikTok virkar sakleysislega á hvernig sem opnar það í fyrsta sinn, og jafnvel í þúsundasta sinn: þar birtast notanda stutt myndskeið, gerð af öðrum notendum, valin af reikniriti sem taka mið af því hvers konar myndskeið notandinn hefur áður staldrað við og virðast falla viðkomandi í geð.

Þessi hugbúnaður hefur eftir sem áður orðið alveg gríðarlega umdeildur og umsetinn, má jafnvel segja. Viðbrögð við vinsældum þessa hugbúnaðar, sem er framleiddur af kínversku fyrirtæki, nær allt frá ásökunum bandarískra yfirvalda um að hann nýtist kínverskum stjórnvöldum til njósna um notendur yfir í nýlegri upphrópanir um að hugbúnaðurinn ýti sérstaklega undir áróður gegn Ísraelsríki.

Andspænis þessari taugaveiklun Vesturlanda yfir því að hugbúnaður eða samfélagsmiðill utan þeirra vébanda sé vinsæll meðal ungs fólks berast nú þau tíðindi frá Nepal, að þarlend stjórnvöld hafi ákveðið að banna TikTok, þar sem það „raski félagslegum samhljómi“. Rekha Sharma, samskipta- og upplýsingamálaráðherra ríkisins sagði, nánar tiltekið, á blaðamannafundi á mánudag, að í ljósi þess hvernig „Tiktok raskar félagslegum samhljómi okkar og áhrifanna sem það hefur á fjölskyldu okkar og félagslegar formgerðir, hefur ríkisstjórnin afráðið að banna TikTok um sinn.“

Fjölmargir fjölmiðlar hafa fjallað um málið, tilvitnunin í ráðherrann hér er fengin frá CNN Business. Þar kemur fram að indversk stjórnvöld hafi lokað fyrir TikTok og nokkur önnur kínversk öpp fyrir þremur árum síðan, og sagt að þau beri með sér ógn við „fullveldi okkar og samheldni“. Áður en lokað var fyrir notkun appsins á Indlandi voru þarlendir notendur þess um 120 milljónir.

Bandaríkin, Kanada, Bretland, Ástralía og Nýja Sjáland eiga náið samstarf um leyniþjónustustarfsemi, undir hinum James Bond-legu formerkjum Five Eyes intelligence alliance, eða Fimmeygða njósnabandalagsins. Á þeim samráðsvettvangi hafa stjórnvöld allra ríkjanna fimm ákveðið að setja verulegar skorður við notkun TikTok meðal opinberra starfsmanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí