Rafmagnsbílar takmarkandi í neyðarástandi og mikilvægt að hafa þá stöðugt hlaðna

„Mælt er með því að hafa rafmagnsbíla hlaðna á öllum stundum því ekki verður hægt að hlaða þá ef kemur til svona neyðarástands,“ sagði Páll Erland, forstjóri HS Orku, á upplýsingafundi almannavarna vegna stöðunnar á Reykjanesskaga nú á mánudag. Vísaði hann þá til sviðsmynda, sem nú er fengist við, þar sem mögulegt eldgos á eða í grennd við Svartsengisvirkjun, yrði til þess að rafmagnslaust yrði á Reykjanesi, að hluta eða í heild.

Á fundinum voru almenningi veittar upplýsingar um eftirlit Veðurstofunnar, viðbrögð Almannavarna og undirbúningur HS Orku vegna yfirstandandi kvikusöfnunar og mögulegs eldgoss á Reykjanesi.

„Ef svona miklar náttúruhamfarir verða og svona mikið neyðarástand er það komið úr höndum einstakra fyrirtækja, að leysa,“ sagði Páll.

Bæði RÚV og Vísir héldu úti beinni textalýsingu frá fundinum, sem auk þess var streymt í beinni útsendingu á báðum vefum.

Opinn íbúafundur í Reykjanesbæ er fyrirhugaður á miðvikudag. „Ef eitthvað gerist í þessa veru erum við á vaktinni, við öllu búin og munum gera okkar besta,“ sagði Páll.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí