Sósíalistar halda völdum á Spáni og veita sjálfstæðissinnum Katalóníu sakaruppgjöf

Sósíalistaflokkurinn á Spáni og flokkurinn Junts (Junts per Catalunya, Saman fyrir Katalóníu) komust í dag, fimmtudag, að samkomulagi: Junts mun styðja nýja ríkisstjórn undir forystu Pedro Sánchez, aðalritara Sósíalistaflokksins. Það verður annað kjörtímabíl Sánchez sem forsætisráðherra. Stjórn hans mun á móti setja lög um sakaruppgjöf til handa Carles Puigdemont og annarra þeirra sem stóðu að þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017.

Spænsk stjórnvöld lýstu atkvæðagreiðsluna ólöglega. Þátttakendur í þeirri tilraun Katalóníu til að öðlast sjálfstæði hafa dvalið í útlegð utan Spánar um árabil. Nemur fjöldi þeirra að minnsta kosti hundruðum, sumir fréttamiðlar tala um þúsundir.

Heimildir: The Guardian og FT.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí