Staða ungra bænda alvarleg

Steinþór Logi Arnarsson, formaður Samtaka Ungra Bænda, segir stöðu landbúnaðar á Íslandi alvarlega en tækifærin mikil. Núverandi vaxtaumhverfi og kostnaðarhækkanir síðustu ára eru að gera stöðuna óbærilega. Meðalaldur í greininni er í kringum 57 til 60 ár

Nýliðun að verða ómöguleg

Steinþór sagði okkur frá því í Ungliðaspjallinu að staða greinarinnar sé slík að nýliðun sé að verða nánast ómöguleg. Langtímafjárfestingar sé þörf ef það á að halda úti öflugum landbúnaði á Íslandi.

Margir ungir bændur séu í starfinu þrátt fyrir að fá lítið sem ekkert úr því. Hugsjón og ástríða fyrir landbúnaði drífur marga unga bændur áfram. Mörg dæmi eru um það að fólk sinni búi sínu í frítímanum en vinni annars staðar. Steinþór heldur því fram að ekki megi stóla um of á ástríðu fólks. Það þurfi að endurskoða heildarstefnu hvað varðar landbúnað, styrkja bændur meira og veita þeim hagstæð lán.

Ísland gæti orðið matarkista

Steinþór tekur fram að þó að staðan sé erfið núna séu möguleikarnir miklir á Íslandi. Aðeins um einn fimmti af ræktunarbæru landi er í notkun og hægt væri að stórefla framleiðslu matvæla á Íslandi. Veðurfarsbreytingar eru að valda hækkun hitastigs á heimsvísu og mun það hafa víðtækar afleiðingar í för með sér. Ísland gæti orðið mun öflugri útflytjandi matvæla í framtíðinni ef markviss skref eru tekin núna til að undirbúa fyrir þessar breytingar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí