Starfsmenn Norðuráls mótmæla siðlausri uppsögn – Rekinn fyrir að mæta á fjölskylduskemmtun

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að um 80 prósent starfsmanna Norðuráls hafi skrifað undir yfirlýsingu þar sem þeir krefjast þess að fyrirtækið dragi til baka uppsögn á sjö barna föður sem var sagt upp eftir 17 ára starf. Ástæðan fyrir því að honum var sagt upp störfum væri hlægileg ef þetta væri ekki svo alvarlegt mál.

„Eins og ég fjallaði um fyrir akkúrat einum mánuði síðan þá var sjö barna föður sagt upp eftir 17 ára starf hjá Norðuráli.  En ástæður uppsagnar sem honum voru gefnar var að hann  væri að tala illa um fyrirtækið og hafi mætt á fjölskylduskemmtun sem Norðurál hélt án þess að skrá sig. Verkalýðsfélag Akraness mótmælti þessari uppsögn harðlega og krafðist þess við forsvarsmenn NA að hún yrði afturkölluð en fyrirtækið varð ekki við þeirri beiðni,“ segir Vilhjálmur á Facebook.

Hann vonast til þess að samtakamáttur starfsmanna muni fá fyrirtækið af því að reka þennan mann. „Það sem hefur gerst í framhaldinu er að 80% óbreyttra starfsmanna á „gólfinu“ af öllum vöktum í steypuskála skrifuðu undir yfirlýsingu. Þeir gerðu þá skýlausu kröfu að tryggt yrði að nöfn þeirra sem skrifuðu undir bærust alls ekki til forsvarsmanna Norðuráls enda óttast starfsmenn um atvinnuöryggi sitt við að taka þátt í að koma þessum mikilvægu skilaboðum á framfæri til yfirstjórnar.  Starfsmenn telja uppsögnina vera siðferðislega ranga og ekki standast skoðun.  Þeir krefjast þess í þessari yfirlýsingu að uppsögn xxxxxxxx verði dregin til baka enda eru þær ávirðingar sem á hann voru bornar ekki sannleikanum samkvæmar,“ segir Vilhjálmur.

Hann segist afskaplega stoltur af sínum félagsmönnum fyrir þetta framtak. „Ég sem formaður VLFA er stoltur af mínum félagsmönnum  sem starfa í steypuskálanum sem hafa kjark og þor til að standa gegn óréttlæti eins og birtist í þessari uppsögn en það er einsdæmi að 80% starfsmanna skuli undirrita slíka yfirlýsingu. Þessi yfirlýsing var gerð að frumkvæði starfsmanna því þeim var gjörsamlega misboðið eins og afar mörgum í íslensku samfélagi.  Þau óskuðu eftir að Verkalýðsfélag Akraness kæmi þessari yfirlýsingu á framfæri við yfirstjórn Norðuráls og óskuðu eftir við VLFA að ef ekkert svar kæmi viku eftir að hún barst forsvarsmönnum Norðuráls yrði hún birt opinberlega.  Því miður kom ekkert svar frá Norðuráli og því birtist hún hér með,“ segir Vilhjálmur en yfirlýsingu 80 prósent óbreyttra starfsmanna má sjá hér fyrir neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí