Vegna áfallsins í Grindavík ætti Seðlabankinn að lækka vexti

Stýrivextir hafa aukið verðbólgu nýverið og árangur af aðgerðum Seðlabankans hingað til er lítill, enda ákveðnar á grundvelli rangra kenninga um orsakir verðbólgunnar, segir Stefán Ólafsson prófessor emeritus og sérfræðingur hjá Eflingu í grein sem Vísir birti í gær, laugardag. Nú munu jarðhræringar við Grindavík hugsanlega hægja á hagvexti en stórauka eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði, sem var of mikil fyrir, skrifar hann. „Á sama tíma eru óvenju háir stýrivextir Seðlabankans að hægja stórlega á framleiðslu nýrra íbúða, eins og Samtök iðnaðarins hafa ítrekað bent á.“

Stefán segir að nú þurfi að söðla um í peningastefnu. Lækkun stýrivaxta myndi létta á verðbólguþrýstingi og skuldabyrði fyrirtækja; gefa byggingariðnaðinum merki um betri tíð sem hefði jákvæð áhrif á áform um nýbyggingar; og senda jákvæð skilaboð til verkalýðshreyfingarinnar sem gæti „gæti stuðlað að varfærari launahækkunum á fyrsta ári nýs kjarasamnings til þriggja ára.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí