„Átakanlegt að sjá að ríkisstjórnin á Íslandi beitir sér ekki á neinn hátt fyrir friði“

„Ég upplifi það í þessum læknahópi og almennt í samfélaginu að fólk finni sig máttvana en vilji hafa áhrif. Það upplifi að geta ekkert gert til að hafa áhrif á ástandið. En ég er ósammála því. Við getum öll haft einhver áhrif og við læknar erum bæði í ábyrgðar- og forréttindastöðu til að hafa áhrif á stjórnvöld.“

Þetta segir Linda Ósk Árnadóttir, sérnámslæknir í skurðlækningum á Västerås-sjúkrahúsinu, í viðtali við Læknablaðið. Hún, ásamt Stellu Rún Guðmundsdóttur og Rögnu Sigurðardóttur, leiddi hvatningu íslenskra lækna sem varð til þess að 400 læknar sendu bréf til íslenskra stjórnvalda á dögunum, þar sem þess var krafist að Ísland myndi beita sér fyrir tafarlausu vopnahléi á Gaza. „Mér finnst átakanlegt að sjá að ríkisstjórnin á Íslandi beitir sér ekki á neinn hátt fyrir friði,“ segir Linda Ósk.

Linda þekkir vel til Palestínu en hún vann sem læknanemi á skurðsjúkrahúsi í Nablus í Palestínu. Svo er hún einnig gift manni af palestínskum ættum, Yousef Inga Tamimi svæfingahjúkrunarfræðingi. Hún fordæmir ítrekaðar árásir Ísraelsmanna á sjúkrahús í Palestínu. „Læknarnir gera aðgerðir án svæfinga og verkjalyfja. Þeir sjá um nýfædd börn og fyrirbura, og almenna borgara, án þess að geta veitt þeim rétta meðferð,“ segir Linda Ósk.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí