Inga bjargaði áramótum Íslendinga á Spáni

„Hún er svo frábær kona og stendur 100% með sínu fólki. Takk Inga,“ skrifar kona nokkur innan hópsins Íslendingar á Spáni. Hún er ekki ein um að hrósa Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, innan Facebook-hópsins en ljóst er að margir eru þakklátir fyrir framtak hennar nú rétt fyrir áramót. Það má segja að Inga hafi komið því í gegn að Tryggingastofnun hafi ákveðið að fresta því að svipta þá sem búa erlendis persónuafslætti um þessi mánaðarmót. Ótal margir Íslendingar sleppa því við talsverða kjaraskerðingu, í það minnsta að sinni.

Inga vakti athygli á málinu í gær og skrifaði: „Kæru vinir. Ég sé að Skatturinn og um leið Tryggingastofnun hafa aldeilis farið fram úr sér og tilkynnt hópi fólks að það muni missa persónuafsláttinn sinn þann 1. jan. n.k. (2024). Þetta er alrangt, ég fékk gildistöku laganna frestað á síðasta degi þingsins fyrir jólin, til 1. jan. 2025. Það var samið sérstaklega um þessa frestun á gildistöku til 1. janúar 2025 að öðrum kosti værum við enn í þinginu að berjast.“

Hún bætti svo við að hún myndi fara í málið í dag. Það skilaði svo þeim árangri að nú í hádeginu tilkynnir hún að eftir samtal við fjármálastjóra TR sé búið að ákveða að fresta þessari kjaraskerðingu. „Nú liggur það ljóst fyrir að verið er að leiðrétta þessi ömurlegu mistök sem Skatturinn ber ábyrgð á. Tryggingastofnun hefur keyrt kerfin sín í samræmi við tilmæli skattsins og þannig tekið persónuafsláttinn af fólki sem býr erlendis og fær greiðslur frá TR ásamt því að hafa sent út yfirlit fyrir árið 2024. Eftir gott samtal við fjármálastjóra TR í morgun liggur það fyrir að TR greiðir úr að freista þess að ná að leiðrétta mistökin þannig að allir fái greitt með persónuafslættinum sínum sem fyrr,“ skrifar Inga.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí