Samstöðuaðgerð: Starfsfólk danskra hafna flytur ekki Tesla-bíla til Svíþjóðar

Danska verkalýðsfélagið 3F (Fagligt Fælles Forbund), sem telur 243 þúsund meðlimi, lýsti á þriðjudag yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir vélvirkja í Svíþjóð gegn bílaframleiðandanum Tesla. Hafnarverkamenn innan vébanda danska félagsins munu ekki afgreiða eða flytja bíla sem framleiddir eru af Tasla og ætlaðir kaupendum í Svíþjóð.

„Rétt eins og fyrirtækin er verkalýðshreyfingin og barátta hennar til verndar verkafólki alþjóðleg,“ sagði Jan Villadsen, formaður 3F, í yfirlýsingu vegna málsins.

Verkfallsaðgerðir í Svíþjóð hafa staðið yfir síðan í október, til að þrýsta á Tesla um að ganga til samninga við vélvirkja í Svíþjóð á grundvelli stéttarfélags þeirra. Stjórnendur fyrirtækisins hafa um árabil lýst yfir eindreginni andstöðu við stéttarfélög. Í síðustu viku sagði forstjóri fyrirtækisins, Elon Musk, í viðtali á sjónvarpsstöðinni CNBC, að hann væri mótfallinn „hugmyndinni um stéttarfélög“.

Musk sagðist líta svo á að stéttarfélög skapi aðskilnað milli yfirmanna og verkafólks, sem sé ekki til staðar hjá Tesla. Hann sagðist þekkja „fólkið við færibandið“ enda hafi hann sjálfur unnið við hlið þess, við færibandið. Þá sagði Musk í viðtalinu að mögulega kæmi einhvern tíma til þess að starfsfólk Tesla gengi í stéttarfélag en það yrði þá „vegna þess að við eigum það skilið og að við klúðruðum einhverju.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí