Stjórnvöld hafa brugðist skólakerfinu og þar með börnunum

Frá því að niðurstöður Pisa-könnunarinnar lágu fyrir hefur Samstöðin efnt til þéttrar umræðu um skólamál við Rauða borðið og í þættinum Synir Egils. Það hafa fyrst og fremst kennarar og menntavísindafólk verið kallað að borðinu hingað til, við munum heyra í nemendum síðar í vikunni. Þótt blæbrigðamunur sé á áherslum viðmælenda þá er þarna skýr þráður, að stjórnvöld hafi með hringlandahætti og skorti á úthaldi skaðað skólakerfið – að það væri í betri ásigkomulagi ef stjórnvöld hefðu sleppt því að kynna nýja stefnu áður en nokkur reynsla væri komin á fyrri aðgerðir.

Við byrjuðum á að ræða við Magnús Þór Jónsson, formann Kennarasambandsins, sem taldi mikilvægt að taka niðurstöður Pisa alvarlega. En hann varaði við átökum eða töfralausnum, kallaði eftir að stjórnvöld stæðu á bak við menntakerfið.

Næst kom Þordís Sigurðardóttir, forstjóri Menntamálastofnunar, sem vildi fullvissa okkur um að það væri vilji Ásmundar Einars Daðasonar menntamálaráðherra að styrkja og efla skólakerfið.

Þá hringdum við til Svíþjóðar og fengum Gunnlaug Magnússon dósent í uppeldisfræði við Uppsalaháskóla til að lýsa sænsku leiðinni, en í Svíþjóð hefur verið gengið langt í markaðs- og einkavæðingu skólakerfisins, mun lengra en á Íslandi.

Næst slógum við á þráðinn til Akureyrar og ræddum við Þorlák Axel Jónsson aðjunkts við kennaradeild Háskólans á Akureyri um próf og hverjum þau gagnast, en hann telur að þau séu gott tæki til að auka jöfnuð í skólakerfinu.

Síðan fengum við Jón Torfa Jónasson prófessor til að lýsa skólakerfinu og átökunum um það, en fáir hafa betri innsýn inn í þróun þess á liðnum áratugum. Hann neitaði því að láta draga sig niður á plan umræðunnar um Pisa, sagði að hætta væri á að sú umræða afvegaleiddi okkur.

Þá var komið að því að slá á þráðinn til Víkur í Mýrdal, þar sem Nichole Leigh Mosty er leikskólastjóra. Við vildum vita hvernig skólakerfið bregst við gríðarlegri fjölgun innflytjenda.

Síðan koma Anna Kristín Sigurðardóttir prófessor við HÍ, Björn Kristjánsson kennari í Laugarlækjarskóla og Hulda Dögg Proppé kennari í Sæmundarskóla og skiptast á reynslu og þekkingu af skólakerfinu. Þau voru öll á því að besta leiðin til að efla skólastarf væri að styrkja kennsluna í kennslustofunum, styðja kennara.

Í gærkvöldi kom svo Ragnar Þór Pétursson kennari í Norðlingaskóla og greindi vanda kerfisins, orsök og leiðirnar út úr vandanum. Hann óskaði ekki eftir enn einn stefnubreytingu stjórnvalda heldur að þau hefðu þrek til að styðja við skólastarfið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí