Mótmæla á Austurvelli: „Við getum ekki borðað og drukkið á meðan þau svelta“

„Kæru félagar, Við erum hópur Palestínufólks sem býr á Íslandi. Íslenska ríkið samþykkti umsókn okkar um vernd eftir mjög, mjög langa bið. Samþykktin gerði okkur loks kleift að sækja um fjölskyldusameiningu. Eftir að við sóttum um fjölskyldusameiningu biðum við í eitt og hálft ár eftir svörum frá Útlendingastofnun, en fengum engin fyrr en stríðið sem nú geisar hafði byrjað. Hér eru palestínsk börn sem hafa beðið eftir foreldrum sínum og systkinum í tvö og hálft ár.“

Svo hefst yfirlýsing frá palestínskum flóttamönnum sem hafa sett upp tjaldbúðir á Austurvelli, líkt og Samstöðin greindi frá í gær. Félagið Ísland-Palestína birtir yfirlýsinguna. Flóttamennirnir segja markmiðið einfalt, þeir séu að reyna allt sem þeir geta til þess að bjarga fjöldskyldumeðlimum undan yfirstandandi þjóðarmorði í Palestínu.

„Palestínufólk er ekki einungis að finna langt í burtu, við erum mörg sem búum og vinnum hér á Íslandi. Í morgun reistu nokkur okkar, sem enn hafa líkamlegan og andlegan styrk til, tjöld fyrir utan Alþingi í von um að krafa okkar um fjölskyldusameiningu hljómi hærra og skýrar,“ segir í yfirlýsingunni.

„Síðustu 80 daga höfum við haft samband við allar mannréttinda- og ríkisstofnanir hérlendis til að krefjast brottflutnings fjölskyldna okkar sem eru föst á Gaza, þar sem þau sprengjum rignir yfir þau, ein og yfirgefin. Þau eru án matar, án vatns og annarra lífsnauðsynja. Við getum ekki sofið inni á hlýju heimili á meðan fjölskyldur okkar eru heimilislausar, við getum ekki borðað og drukkið á meðan þau svelta. Vöntun þessara nauðsynja er ekki vegna peningaskorts, heldur vegna þess að það er ekkert vatn og engan mat að finna á Gaza lengur.“

Palestínumennirnir biðja alla sem styðja baráttu þeirra að mótmæla með þeim á Austurvelli. „Við munum sitja hér þangað til að við sjáum fjölskyldur okkar yfirgefa Gaza. Öðrum löndum hefur tekist að ná fólki útaf Gaza, jafnvel löndum sem að eru með lítil diplómatísk tengsl við Ísrael og Palestínu hefur tekist það. Við viljum fá fjölskyldur okkar í öruggt skjól. Við bjóðum öll velkomin til okkar hingað á Austurvöll, til að standa með okkur, án þess þó að þrýsta á ykkur. Samstaðan sem þið sýnið eykur heiður fjölskyldna ykkar og það væri okkur heiður að njóta nærveru ykkar. Þið sem standið með Palestínufólki í dag eru frjálst fólk þessa heims. Megi Guð blessa ykkur og vernda.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí