Vilhjálmur kallar eftir nýrri þjóðarsátt

„Ég vill í rauninni kalla þetta þjóðarsátt, seinni þjóðarsáttina. Það er gríðarlega mikið undir núna við erum með verðbólgu í tæpum átta prósentum og stýrivexti í 9,25 prósentum,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, í viðtali við RÚV en fyrsti fundur Samtaka atvinnulífsins, landssambanda og verkalýðsfélaga ASÍ hófst í morgun.

Formlegar viðræður um kjaramál hefjast þann 28. desember næstkomandi en fundurinn í dag var óformlegur. Vilhjálmur segist mjög bjartsýnn á framhaldið en í byrjun viku ákváðu formenn landssambanda og verkalýðsfélaga ASÍ að standa saman að viðræðum við SA.

Vilhjálmur vonast, líkt og fyrr segir, til að þess að þetta geti verið upphafið af nýrri þjóðarsátt. „ Það hefur allt launafólk og öll heimili og meira að segja fyrirtæki fundið fyrir gríðarlegum vaxtakostnaði hjá sér, verðlag hefur hækkað hér uppúr öllu valdi og við teljum bara mjög mikilvægt að þessi stóri hópur komi hér sem breiðfylking í því að vinna bug hér á verðbólgu,vöstum og fá síðar ríki og sveitarfélaög og raun og veru verslun og þjónustu, alla með tl að taka þátt í þessum verkefni eins og gert var í þjóðarsáttinni 1990,“ segir Vilhjálmur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí