Krefst þess að íslensk stjórnvöld styðji ákæru Suður Afríku um þjóðarmorð á Gaza

„Ég myndi eindregið hvetja íslensk stjórnvöld til að standa með Suður Afríku. Við höfum viðurkennt Palestínu sem sjálfstætt ríki og okkur ber skylda að stoppa þjóðarmorð gegn Palestínumönnum,“ skrifar Helen Ólafsdóttir öryggisráðgjafi í grein á Samstöðinni.

„Íslendingar höfnuðu gyðingum sem leituðu til Íslands á flótta undan þjóðarmorði Hitlers. Þetta er svartur blettur á okkar sögu. Ætlum við að endurtaka söguna og fórna Palestínumönnum fyrir Netanyahu og þægilegt stjórnmálasamband við Bandaríkin eða ætlum við að taka þátt í því að koma í veg fyrir þjóðarmorð?“ spyr Helen.

Helen ber saman aðgerðir Ísraelshers á Gaza og Rússlandshers í Úkraínu: „Þegar Rússland réðst inn í Úkraínu fór Úkraína strax með málið fyrir Alþjóðadómstólinn. Rússar hafa ekki orðið við úrskurði réttarins en í kjölfarið fylgdu umsvifamiklar viðskiptaþvinganir og allskyns aðgerðir bæði innan Sameinuðu Þjóðanna, Evrópuráðsins og hjá einstökum ríkjum til að refsa Rússlandi. Í máli Ísraels sáum við hins vegar vestræna leiðtoga gefa Ísrael ótvíræðan stuðning við aðgerðir þeirra á Gasaströndinni, þar á meðal Ísland. Bandaríkin virðast tilbúin til að fórna öllum þeim stofnunum sem settar voru á fót eftir Seinni Heimsstyrjöld sem áttu að tryggja heimsfrið og grundvallast á mannréttindum og réttarríkinu til þess eins að styðja við Ísrael í þessari skelfilegu vegferð.“

„Lög um þjóðarmorð eru mun alvarlegri en ásakanir Úkraínu gegn Rússum vegna þess að lögin gera öll aðildarríkin ábyrg um að aðhafast tafarlaust til að koma í veg fyrir þjóðarmorð,“ skrifar Helen. „Ísland að mínu mati gerði stórkostleg mistök þegar landið kaus gegn mannúðarvopnahléi á Gasaströndinni í fyrstu tilraun á Allsherjarþinginu í október. Mótmæli almennings á Íslandi tel ég að hafi haft töluvert að segja þegar Ísland snéri við blaðinu og kaus með mannúðarvopnahléi í seinni tilraun síðastliðinn desember, en kosningin og einstaka tíst ráðherra á samfélagsmiðlum er alls ekki nóg. Okkur ber skylda að aðhafast.“

Lesa má grein Helenar hér: Skyldur íslenskra stjórnvalda til að stöðva þjóðamorð í Palestínu þarf að taka alvarlega

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí