Austurbæjarapótekið fjórfaldast í verði á sjö árum

Félag í eigu Kristjáns Magnasonar og Jóhanns Guðlaugs Jóhannssonar keypti fyrir um mánuði eitt af kennileitum Austurbæjarins, gamla apótekið við Háteigsveg 1, á 800 milljónir. Viðskiptablaðið greinir frá þessu. Líkt og í svo mörgum húsum miðsvæðis þá hefur þar verið hótelrekstur undanfarin ár og ætla nýir eigendur að halda því áfram.

Seljandi, Jökull Tómasson, hefur ekki átt eignina lengi en hann eignaðist húsið árið 2018. Samkvæmt fasteignavefnum Fastinn keypti hann eignina á 650 milljónir. Sá sem seldi Jökli hafði einnig átt húsið fremur stuttan tíma, en samkvæmt sama vef keypti sá aðili húsið á 220 milljónir síðla árs 2015. Með öðrum orðum þá hefur Austurbæjarapótekið, ríflega 1000 fermetrar að stærð, fjórfaldast í verði á sjö árum.

Mögulega voru miklar endurbætur á þessu sjö ára tímabili sem gefa tilefni til þess að verðþróun gamla apóteksins hafi verið svo öfgakennd. Líklegra er þó að þetta sé enn eitt dæmið um fasteignabólu. Þess má geta að síðastliðinn september tilkynnti Seðlabankinn að engin fasteignabóla væri lengur á höfuðborgarsvæðinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí