Biðst afsökunar að hafa ekki séð í gegnum blekkingar Macchiarini

Tómas Guðbjartsson skurðlæknir á Landspítalanum sem óskaði nýverið eftir sjúkraleyfi frá Landspítalanum hefur rofið þögnina vegna hins svokallaða plastbarkamáls.

Í yfirlýsingu á facebook segist Tómas þurfa að tjá sig vegna fréttaflutnings af aðkomu hans að fyrstu plastbarkaaðgerðinni á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi í júní 2011.

Umræðan hafi verið óvægin og ekki verið farið rétt með staðreyndir. 10 sinnum hafi hann verið kallaður sem vitni hjá 10 innlendum og erlendum rannsóknaraðilum plastbarkamálsins. Frumkvæði hans að veitingu gagna hafi í sumum tilvikum afhjúpað ófullkomin vinnubrögð af hans hálfu.

Þá segir Tómas: „Ég er mannlegur, oft á tíðum fyrirferðamikill og hvatvís, en eflaust líka hégómlegur, ekki síst þegar ég hef komið fram í fjölmiðlum til að ræða málefni sem standa hjarta mínu nærri. Ég hef þó ávallt, og eftir bestu vitund, reynt að greina rétt frá staðreyndum.

Ég biðst afsökunar á þeim atriðum í þessu máli sem hefðu betur mátt fara og sneru að mínum störfum sem læknir og fræðimaður, og hversu langan tíma það tók mig að sjá í gegnum Paolo Macchiarini og þann blekkingarvef sem hann skóp, og er vel lýst í þáttunum Bad Surgeon á Netflix.“

Tómas segir málið hafa valdið sér og fjölskyldu ómældum sársauka, sársauka sem muni fylgja honum ævina á enda.

„Meiri er þó vitaskuld sársauki og missir ekkjunnar og barnanna tveggja, sem mér verður ítrekað hugsað til,“ skrifar Tómas á facebook.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí