Vara Íslendinga við að stunda sænska rjómafleyting

„Það sem hefur breyst síðustu árin í heilbrigðisþjónustu og er kannski byrjað að breytast hér, en fyrirmyndin er í Svíþjóð, er sú staðreynd að heilbrigðisþjónusta er að þjóna hagsmunum einkarekstursins. Ekki hagsmunum heildarinnar, hagsmunum sjúklingana, hagsmunum líffræðinnar, hagsmunum þjóðarinnar. Það eru að spretta upp alls konar fyrirtæki, sérstaklega í Svíþjóð, sem gera út á svæði þar sem efnahagur íbúa er betri. Þetta er kallað rjómafleyting.“

Þetta segir Gunnar Alexander Ólafsson heilsuhagfræðingur en við Rauða borðið í kvöld mun hann ræða heilbrigðiskerfið, einkavæðingu innan þess kerfis og sér í lagi reynslu Svía af þeirri vegferð. Ein birtingarmynd einkavæðingar er fyrrnefnd rjómafleyting, sem Gunnar útskýrir nánar:

„Þá get sjúklingar borgað fyrir þjónustuna, en þurfa kannski ekki eins mikið á henni að halda.
Þá er ekki verið að hugsa út frá því hvar sé mesta þörfin. Þeir sem þurfa mest á henni að halda eru langveikir, með lágar tekjur og svo framvegis. Fólk sem þarf meira á heilbrigðiskerfinu að halda en þeir sem eru í hinum hópnum. En það sem við erum að horfa upp á er allt keyrt á skattgreiðendum, þeir borga þennan reikning. Þetta er í raun mismunun á aðgengi að heilbrigðisþjónustunni, en ríkið eða skattgreiðendur eru samt að borga reikningin.“

Hann segir að þessi mótsögn hafi verið kveikjan af því að bókin Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – aðgerðaáætlun var þýdd á íslensku en ritið er eftir tvo sænska sérfræðinga, Göran Dahlgren og Lisu Pelling. Sú bók fjallar um vægast sagt hörmulega reynslu Svía af svokallaðri arðvæðingu innan heilbrigðiskerfisins. Reynslu sem hætt er við að verði endurtekin hér á landi ef kosningaloforð sumra flokka verða að veruleika.

Bókina má nálgast í heild sinni hér í íslenskri þýðingu. Gunnar Alexander mun svo nánar fara yfir þessi mál við Rauða borðið í kvöld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí