Ekki hægt að styrkja Grindvíkinga án þess að Ísrael fái sinn skerf

Sú furðulega staða er nú uppi að þeir sem vilja aðstoða Grindvíkinga og styrkja þá í gegnum söfnun Rauða krossins, geta ekki það ekki auðveldlega án þess að styrkja Ísrael á sama tíma. Ástæðan er einföld: Rauði krossinn notar greiðsluþjónustu hins alræmda og hataða fyrirtækis Rapyd, en forsvarsmenn þess eru ákafir stuðningsmenn þjóðarmorðs í Palestínu. Þeir fá því sinn skerf af öllum styrkveitingum til Grindvíkinga. Rétt er að taka fram að enn er hægt að styrkja Grindvíkinga með því að millifæra beint á Rauða krossinn.

Augljóslega setur þetta marga í erfiða stöðu og einn þeirra er Eiríkur Rögnvaldsson, fyrrverandi íslenskuprófessor. Hann vekur athygli á þessu á Facebook og birtir skilaboð sem hann sendi til Rauða krossins. Þau hljóma svo:

„Ég ætlaði að fara að styrkja Grindavíkursöfnun Rauða krossins gegnum form á heimasíðunni en hnykkti við þegar ég kom á greiðslusíðuna og sá að slóðin þar byrjaði á https://checkout.rapyd.net/. Það kemur auðvitað ekki til greina að styrkja Rapyd þannig að ég hætti snarlega við og millifærði beint á Rauða krossinn í staðinn. Ég er mjög hissa á ykkur að nota greiðsluþjónustu Rapyd og skora á ykkur að hætta því eins fljótt og auðið er.“

Rauði krossinn var ekki lengi að svara Eiríki og gaf þá skýringu að það væri í vinnslu að skipta um greiðslumiðlun. Rauði krossinn hafi hafið þá vinnu í desember en það tæki, því miður, tíma. Eiríkur segir það gott að það sé í vinnslu en betur má ef duga skal. „En mér finnst að þið verðið að grípa til aðgerða strax og hvet ykkur til að taka þessa greiðsluleið umsvifalaust út af heimasíðunni og benda fólki á að nota aðrar leiðir sem þar eru nefndar í staðinn,“ var svar Eiríks til Rauða krossins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí