Foreldrar segja Stöð 2 og Vísi að skammast sín

„Það að Stöð 2 hafi keypt þessa þætti og sýnt ber vott um dómgreindarleysi sem jaðrar við siðleysi. Síðan er höfuðið bitið af skömminni með óvönduðum fréttaflutningi um þættina á visir.is. Allt til að græða pening. Skömm þeirra sem tóku þátt í þessu er mikil,“ skrifa Sigurþóra Bergsdóttir og Rúnar Unnþórsson, foreldrar eins af fórnarlömbum kynferðisglæpamannsins Sigurðar Þórðarsonar, sem kallaður hefur verið Siggi hakkari, í grein á Vísi.

„Við erum foreldrar og teljum okkur tilneydd að tjá okkur um þáttaröð um Sigurð Þórðarson (einnig þekktur sem Siggi hakkari) og umfjöllun um hana til að standa vörð um minningu og mannorð sonar okkar Bergs Snæs,“ byrjar greinin. „Við getum ekki látið óátalið að Sigurði sé veittur vettvangur til að áreita son okkar yfir gröf og dauða með aðstoð óvandaðs dansks þáttagerðafólks og með stuðningi Stöðvar 2 – sem kaus að kaupa þessa þætti, sýna í dagskrá sinni, og nýta visir.is til að koma þáttunum á framfæri.“

„Við áttum samskipti við danska þáttagerðarfólkið fyrir rúmum tveimur árum síðan. Í þeim tókum við skýrt fram að við vildum ekki vera tengd gerð þessara þátta og að við vorum þeirrar skoðunar að það ætti alls ekki að gera þessa þætti, Ástæðan er að við vitum að Sigurður er hræðilegur maður og öll umfjöllun um hann mun aðeins fæða skrímslið sem hann er,“ skrifa foreldrarnir og lýsa síðan ofbeldinu sem Sigurður beitti son þeirra.

„Sigurður beitti son okkar hrottalegu ofbeldi í þrjú ár, þegar sonur okkar var 14-17 ára. Hann hélt áfram að áreita son okkar og reyna að halda sambandi við hann alveg þar til hann tók sitt eigið líf, 19 ára. Þegar málið var rannsakað neitaði Sigurður að kannast við son okkar, þrátt fyrir sannfærandi vitnisburð hans á ofbeldinu til lögreglu. Að sögn rannsóknalögreglu var vitnisburðurinn samhljóma vitnisburðum annarra fórnarlamba Sigurðar. Saksóknari ákvað, engu að síður, að fella niður mál sonar okkar vegna neitunar Sigurðar. Þrátt fyrir að hægt væri að afsanna þessi orð Sigurðar.“

Lesa má greinina hér: Skammist ykkar!

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí