Gengi krónunnar fallið um fjórðung frá því að ríkisstjórnin tók við

Gengi krónunnar hefur ekki gefið eftir á þessu ári, er á svipuðum slóðum í dag og var í upphafi liðins árs. En þegar horft er yfir til lengri tíma, frá því að núverandi ríkisstjórn var mynduð 30. nóvember 2017, þá hefur krónan fallið að meðaltali um rúm 25% en auðvitað ólíkt gagnvart einstökum gjaldmiðlum. Mest er fallið gagnvart svissneskum franka, 54%. Fallið gagnvart dollar er tæp 33%, tæp 25% gagnvart breska pundinu, um 23% gagnvart evrunni og kínversku júan, rúm 7% gagnvart norsku krónunni og um 5% gagnvart japanska jeninu.

Fall krónunnar hefur þau áhrif að hagur útflutningsgreina batnar. Þau áhrif má sjá á stórbættum hag útgerðar og stóriðju, en þar hefur cóvid-faraldurinn og stríðið í Úkraínu líka hækkað heimsmarkaðsverð á matvöru og hráefnum. En fall krónunnar hefur líka bætt hag annarra útflutningsgreina, ferðaþjónustunnar og tæknifyrirtækja sem selja vöru sína og þjónustu erlendis. Og fyrirtæki sem eru í samkeppni við innflutning á innanlandsmarkaði standa betur, en gengissveiflur fyrri ára hafa að mestu þurrkað út þessa atvinnustarfsemi.

Hinum megin er svo áhrif gengisfallsins á kjör almennings. Lægra gengi hækkar verð á innflutningi. Þumalputtareglan segir að ef gengið fellur um 25% þá hækki verðbólgan um 10% og kaupmáttur almennings versnar sem því nemur.

Engar ytri ástæður eru fyrir þessu falli krónunnar. Verð á útflutingsafurðum Íslendinga er mun hærra í dag en var 2017 og ferðamenn koma til landsins með enn meiri gjaldeyri. Gengið fellur vegna innlendra efnahagsstjórnar, annars vegar meiri verðbólgu hér en annars staðar (sem gengissigið ýtir aftur undir) og hins vegar sú staðreynd að stjórnvöld, ríkisstjórn og Seðlabanki, eru sátt við þessa stöðu.

Gengið sýnir því í reynd gríðarlegan flutning á fé frá almenningi til útflutningsfyrirtækjanna á líftíma ríkisstjórnarinnar. Fyrirtækin selja vöru sínar og fá fleiri krónur fyrir gjaldmiðilinn til að borga launa sem hafa hækkað mun minna. Eftir situr launafólkið og fer með vissulega nokkuð fleiri krónur til að kaupa vörur sem kosta miklu fleiri krónur. Þetta er tilfærsla á tíma ríkisstjórnarinnar upp á hundruð milljarða króna.

Hér má sjá breytingar á gengi krónunnar gagnvart ýmsum gjaldmiðlum í tíð núverandi ríkisstjórnar.

GjaldmiðillBreyting á gengi krónunnar
Svissneskur franki-54,2%
Mexíkóskur pesi-44,8%
Singapúrskur dalur-35,3%
Bandaríkjadalur-32,9%
Sádi-arabískt ríal-32,9%
Hong Kong dalur-32,8%
Kanadadalur-29,0%
Tævanskur dalur-28,9%
Ísraelskur sikill-28,5%
Tékknesk króna-27,1%
Taílenskt bat-26,5%
Sterlingspund-24,9%
Búlgarskt lef-23,1%
Evra-23,1%
Kínverskt júan-23,1%
Dönsk króna-22,9%
Ný-Sjálenskur dalur-22,0%
Ástralíudalur-19,2%
Pólskt slot-18,5%
Suðurkóreskt vonn-10,0%
Sænsk króna-9,3%
Jamaískur dalur-8,3%
Norsk króna-7,2%
Japanskt jen-5,1%
Indversk rúpía-3,0%
Ungversk forinta-0,7%
Suður-Afrískt rand2,4%
Brasilískt ríal11,8%
Nígerísk næra54,5%
Súrinamskur dalur73,4%
Tyrknesk líra82,3%

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí