„Hætti Ísland að styrkja stofnanir SÞ þegar starfsfólk þvinguðu börn í vændi?“

Það hefur líklega ekki farið fram hjá mörgum að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hafi ákveðið að fylgja Bandaríkjamönnum og draga til baka alla styrki til Palestínuaðstoðar Sameinuðu þjóðanna. Ákvörðun sem var byggð á þeim fjarstæðukenndu rökum að öll stofnunin væri rotin því um 13 manns af mörg þúsund starfsfólki hafi mátt tengja við hryðjuverk. Rétt er að undirstrika að rannsókn á þeim ásökunum er ekki lokið og því er íslenska ríkið beinlínis að taka þátt í því að valda hungursneyð í Palestínu.

En svo má benda á ákveðna hræsni sem felst í þessari ákvörðun. Finnborg Salome Þóreyjar Steinþórsdóttir bendir þannig á að þó að ásakanir Ísraelsmanna séu með öllu réttar, þá réttlæti það ekki að Ísland hætti öllu samstarfi við stofnunina. Í það minnsta hafi það ekki verið gert þegar ýmsir starfsmenn ýmissa stofnana gerðust sekir um jafnvel verri glæpi.

„Það er forkastanlegt að utanríkisráðherra hafi fryst fjármagn til Palestínuaðstoðar Sameinuðu þjóðanna út af ætlaðri þátttöku starfsmanna stofnunarinnar í árásum Hamas,“ skrifar Finnborg á Facebook og heldur áfram:

„Hætti Ísland að styrkja stofnanir SÞ og NATO þegar starfsfólk stofnanna þvingaði börn í vændi á Haiti? En fyrir aðild starfsfólksins að mansali og vændi kvenna í Bosníu og Kósóvó? Eða kerfisbundu ofbeldi starfsmanna gegn konum í Mið-Afríkulýðveldinu og Kongó? Listinn yfir refsiverða hegðun starfsfólks þessara stofnana í átökum er langur… og alltof oft hafa stofnanirnar ekki einu sinni brugðist við þessum ásökunum. En nú á að refsa heillri þjóð sem lifir við þjóðarmorð, sprengjuárásir, skotárásir og hungursneyð fyrir gjörðir einstaka manna. Þetta er algjörlega óásættanlegt!“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí