„Hamfarahlýnun“ spáð á landinu í næstu viku

Eftir langvarandi kuldaskeið spáir Veðurstofan allt að 12 stiga hita á landinu í næstu viku. Töluverð rigning gæti fylgt. Hefur verið haft á orði að hamfarahlýnun gæti legið í loftinu.

Með því er vísað til hættu sem gæti skapast á flughálku. Einnig gæti vandi skapast vegna leysingavatns og haft áhrif á færð.

Mörgum fótgangandi landsmanninum hefur orðið hált á svellinu síðustu daga. Fjölmargar byltur hafa orðið hjá fótgangandi fólki. Slæm beinbrot og tognanir eru meðal áverka samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisyfirvöldum.

Sala á salti hefur slegið öll met að sögn verslunarfólks en sumir íbúar sanda líka. Þá hefur Reykjavíkurborg bent á að mikilvægt sé áður en hlýja loftið dembist yfir að huga að niðurföllum. Kaup á mannbroddum til að verjast hálkuslysum geta einnig verið árangursrík forvörn.

Hlýindin munu samkvæmt veðurspánni skella á landsmönnum á þriðjudag. Nokkrum dögum síðar frystir á ný og stefnir í annan flughálkukafla.

Það er því betra að fara varlega næstu daga og gott að minnast hins fornkveðna: Kemst þótt hægt fari.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí