Andra Snæ Magnússyni, náttúruverndarsinna og rithöfundi, finnst nýja flokkunarkerfið virka nokkuð vel.
Í nýrri færslu á facebook segir hann að „almennt rusl“ hafi minnkað mikið hjá honum og hans fjölskyldu eftir að hertar flokkunarreglur voru teknar upp.
Álitaefni eru þó enn fyrir hendi hjá jafnvel upplýsasta almenningi.
„Varðandi stóra bréfpokamálið,“ skrifar Andri Snær og vísar þar til umdeildrar ákvörðunar hjá Reykjavíkurborg sem varð fréttaefni.
„Hér er hart brauð í bréfpoka úr bakaríi,“ segir Andri og heldur áfram: „Má nýta þann poka fyrir matarleyfar eða þarf ég að nota nýjan sértilgerðan poka og setja þennan í pappírsgám? Og ef ég nýti hann og bréfpoka fyrir grænmeti úr Krónunni þá þarf væntanlega ekki að henda ónotuðum poka eða hvað?“
Margir facebook-vinir Andra telja þetta þarfa spurningu en fram kemur í svörum að bakarísbréfpokann megi nýta undir lífrænan úrgang.