Krísa í skólastofum grunnskólanna: „Við vitum ekki hver ræður“

Valdmörk kennara gagnvart skólabörnum eru á reiki, meðal annars vegna aukinna ítaka foreldra í skólalífi nemenda. Þetta segir Sigríður Nanna Heimisdóttir, aðstoðarskólastjóri Hagaskóla, sem ræddi áskoranir í skólastarfi í sjónvarpsþættinum Maður lifandi á Samstöðinni í gær.

„Við vitum ekki hver ræður,“ sagði hún. „Grunnskólakerfið er í tilvistarkreppu.“

Agavald kennara var eitt sinn óumdeilt í skólastofum. Fyrir tveimur áratugum eða svo var kallað eftir auknu samstarfi skólanna við foreldra. Röddum heimila óx ásmegin innan veggja grunnskólanna. Því fylgdi jákvæður ávinningur en ögrandi atriði í Áramótaskaupinu vakti spurningar um mörk og stöðu kennara.

„Ég held þetta hafi þróast þannig að það varð óljóst hvar mörkum foreldranna sleppti,“ segir Sigríður Nanna. „Við erum komin í þann fasa núna að barnið siðar kennarann til ef barninu er misboðið.“

Gefa þarf valdmörkum, skipulagi og gæðum menntunar aukinn gaum að sögn Sigríðar Nönnu. Vellíðan barna þurfi að vera í aðalhlutverki, margt gott sé í skólastarfi svo sem gagnkvæm virðing í flestum tilvikum milli barna og kennara. En eitt meginverkefnið nú sé að auka traust milli skóla og heimila.

Fram kom í Maður lifandi að skólabörn geta orðið ólíkleg til að lúta aga kennara ef þau líta á hann sem þjónustufulltrúa.

Sjá umræðu hér í þættinum um skólamálin á 35. mínútu: Maður lifandi, 3. jan – Ungt fólk á Gasa og agavandi í skólum (youtube.com)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí